Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 63

Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 63
FRÓÐLEIKSMOLAR 6i og aftur milli skýja og yfir- borðs jarðar. Stundum getur or- sökin verið sú, að hljóðbylgj- urnar fara gegnum misheit loft- lög. Hver uppgötvaði, að jörðin er linöttótt? Gríski heimspekingurinn Pyþagoras, sem var uppi á sjöttu öld fyrir Krists burð, vissi, að jörðin er hnöttótt. Rannsóknir Anaximanders höfðu rutt brautina að þessari uppgötvun, og Parmenides, læri- sveinn Pyþagorasar, kenndi að jörðin sé hnöttótt. Sjálfum var Pyþagorasi það ljóst, að sólin, tunglið og reikistjörnurnar hreyfast sjálfstætt, óháð snún- ingi jarðarinnar. Plutarch taldi að Þales frá Míletus hefði fyrst- ur uppgötvað, að jörðin sé hnöttótt. Hann var uppi einum mannsaldri á undan Pyþagorasi, en nú er vitað, að Þales og sam- tíðarmenn hans töldu jörðina flata. Á tímum Aristotelesar voru færð svipuð rök og nú að því, að jörðin sé hnöttótt. Kenningin um hnattlögun jarð- arinnar varð síðan að heita má einskorðuð við ítölsk mennta- setur, og það var ekki fyrr en löngu eftir að Columbus hafði fundið Vesturálfu að menn fóru almennt að trúa því, að jörðiri sé hnöttur. Lifa báðir hlutar af ánamaðki, sem hefir verið skorinní tvennt? Ánamaðkar hafa undraverð- an hæfileika til að láta vaxa á sig hluta, sem skornir hafa ver- ið af þeim. Oft hefir því verið haldið fram, að nýtt höfuð geti vaxið við bakhluta og nýr bak- hluti við höfuð. Þetta er ekki allskostar rétt. Ef maðkur er skorinn sundur nálægt miðju, vex venjulega nýr bakhluti við fremri helminginn og úr verð- ur heill og réttskapaður maðk- ur. En bakhlutinn fær venjulega annan bakhluta við sárið og maðkurinn verður þannig með tvo afturenda og höfuðlaus. Slíkur maðkur getur ekki tekið til sín næringu og deyr því f 1 jótt. Það er aðeins framhlutinn, sem hefir þau líffæri, sem nauðsynleg eru til að geta hald- ið lífi. Hvers vegna eru X-geislar kallaðir svo? Þýzkur eðlisfræðiprófessor við Wurzburg háskóla fann X-geisl- ana árið 1895. Hann hét Wil- helm Konrad Röntgen. Sagt er, að þessi þýzki vísindamaður,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.