Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 109
VlKINGASKIPIÐ „tJLFURtNN"
XOT
inu og tóku alla stjóm í sínar
hendur.
Þegar við höfðum drukkið
teið, var okkur skipað að fara
. út í bát, sem var við skipshlið-
ina. Árásarskipið líktist venju-
legu, svartmáluðu flutninga-
skipi tilsýndar. En þegar við
komum um borð í það, varð
reyndin önnur. Hvarvetna á
skipinu var krökt af mönnum.,
og á afturþilfarinu einu voru
tvö tundurskeytahlaup og tvær
stórar fallbyssur, falið bak við
stálhlera á sltipshliðinni.
Við vorum afklæddir og rann-
sakaðir, skipað að þvo okkur
með sótthreinsandi sápu, og því
næst var farið með okkur niður
á fangageymsluna í lestinni. Þar
voru samankomnir um eitt
hundrað fangar — hvítir, svart-
ir, brúnir og mórauðir. Þarna
voru Englendingar, írar, Skot-
ar, Portúgalsmenn, Frakkar,
ítalir, kynblendingar og negr-
ar. Flestir voru naktir, því að
hitasvækja var í lestinni. Þeir
höfðu allir verið teknir til fanga
og skipum þeirra sökkt á Ind-
Jandshafi, á siðustu þrem mán-
uðum.
Við höfðum verið fluttir um
borð í þýzka skipið Wólf, en
flotastjóm bandamanna var ó-
kunnugt um þetta herskip.
Það gat bæði lagt tundurdufl
og herjað, og markmið þess var
að tæla herskip bandamanna til
suðurhafa. Það hafði sloppið
út úr Eystrasalti, gegnum hafn-
bann Breta, sex mánuðum áð-
ur, og hafði ekki leitað til lands
síðan, en birgðir höfðu verið
teknar úr herteknum skipum.
Það hafði þegar lagt txrndur-
dufl fyrir utan Höfðaborg,
Colombo og Bombay; en helm-
ingur duflafarmsins var enn ó-
eyddur.
— Svo þú hefir verið hér í sex
mánuði, sagði Saunders skip-
stjóri við Meadows skipstjóra
á brezka olíuskipínu TurriteUa,
fyrsta skipinu, sem Wolf hafði
tekið. tlvenær heldur þú að við
sleppum ?
— Það er engin von til að
við sleppum, svaraði Meadows.
Sjáðu til, Wolf getur því aðeins
herjað, að ekkert fréttist af
skipinu. Við förum til Þýzka-
lands með því — ef það kemst
þá nokkurn tíma þangað.
Það var einkennilegt að
vakna í þessari þéttskipuðu lest
næsta morgun. Þegar við geng-
um upp stigann, sáum við að
tveir, vopnaðir varðmenn gættu