Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 71
ÆVINTÝRIÐ UM TINKÖNGINN
69
dollara, svo að skiptir hundruð-
um miljóna.
Ég sný mér við. Þá blasir við
gamall og hrörlegur kofi, vind-
barinn og lífvana, sem stendur
við álíka veðurbitin og fomfá-
leg göng, sýnilega fyrir löngu
úr notkun, því að fyrir munnann
hefir verið hlaðið múrsteinum.
Hið mannlausa hús og lokuð
göngin magna fram í huga mín-
um sögu, sem gerðist fyrir
rúmlega fimmtíu árum og enn
er sögð í ýmsum útgáfum um
gervalla Bólivíu, en sú, sem ég
hefi mest dálæti á, er á þessa
leið:
— 1 búð einni í Cochabamba í
Bólivíu vann ungur maður. Að
vísu var hann varla annað en
vikadrengur. En það var eitt-
hvað merkilegt í fari hans.
Eldra fólk fór að gefa honum
auga. Smásögur tóku að spinn-
ast um hann, eins og til að
mynda sú, er kennari hans bá-
súnaði sem mest út. I skólanum
hafði hans spurt Patinó, hversu
þungur og stór um sig sérstak-
ur bólivískur peningur ætti að
vera. Hafði drengur þá svarað
hvatskeytlega:
„Hvað varðar mig um þyngd
hans og stærð? Ég vil aðeins fá
að vita, hve mikið af kartöflum
fæst fyrir hann!“
Þýddi þetta, að verzlunarvit
leyndist í stráknum, spurði full-
orðna fólkið í Cochabamba.
Húsbóndi hans ákvað að ganga
úr skugga um það. Einn dag
bauð hann því piltinum að tygja
sig til erfiðrar ferðar langt inn
í Bólivíu til að innheimta þar
gamla, skuld. Eftir margra daga
reið á höstu múldýri, fann Pat-
inó loks skuldaþrjótinn.
„Heyrðu mig,“ sagði sá síðar-
nefndi. „Ég vil gera þér tilboð.
Ef húsbóndi þinn strikar út
skuldina, skal ég láta hann fá
landspildu, sem ég á. Þar er tin
í jörðu.“
Ungi maðurinn gekk að til-
boðinu fyrir hönd húsbónda
síns. Hann sneri aftur til Cocha-
bamba og sagði frá. Húsbóndi
hans varð ævareiður.
„Sá kann til innheimtunnar
eða hitt þó heldur!“ æpti hann.
„Eigðu sjálfur þetta land og allt
tinið. Ég gef þér það, Símon
Patinó, fáráðlingurinn þinn —
ég rek þig úr vistinni!“
Slyppur og atvinnulaus liélt
Patinó inn í iður Bólivíu. Hann
komst að raun um, að tin var í
jörðu í landi hans. Með aðstoð
konu sinnar byrjaði hann að