Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 74
ORVAL
72
hugsuðu þeir. En þeir grófu,
«ins og hann mælti fyrir.
Brátt kom aftur í ljós tin í
íeðinni, sem Don Símon hafði
bent á — og það fór vaxandi.
Enn fjölgaði miljónum Símon-
ar Patinós! Sérfræðingarnir
ypptu ekki framar öxlum.
Dag einn var komið með nafn-
spjald inn til Don Símonar. Það
átti maður sá, er verið hafði
htisbóndi Patinós, er hann átti
ekki grænan túskilding. „Vísið
honum inn,“ skipaði Don Símon.
Maðurinn var leiddur fyrir tin-
kónginn.
„Það er ekki sanngjarnt,"
kveinaði hann, „að þú eigir milj-
ónir en ég sé allslaus!"
Patinó hugleiddi þetta um
stund.
„Nei,“ samsinnti hann loks.
„Það er ekki sanngjarnt. Upp
frá þeim degi og til dauðadags
naut maðurinn, sem rekið hafði
Símon Patinó úr vistinni, ríf-
legra launa frá manninum, sem
hann hafði vísað á guð og gadd-
inn.
Seilzt til yfirráða.
Löngu fyrir heimsstyrjöldina
1914—1918 var hann einn auð-
ugasti maður veraldar, og
styrjöldin styrkti aðstöðu hans.
Hið sívaxandi vald hans og efni
átti fyrst og fremst rót sína að
rekja til framúrskarandi kaup-
sýsluhæfileika hans, sem reynd-
ar fóru aldrei leynt, en tóku nú
að njóta sín á heimsmæli-
kvarða. Símon Patino var nú
fastráðinn í að leggja undir sig
meginhluta tinframleiðslunnar í
heiminum.
Honum var ljóst, að í sam-
keppninni kæmi Bólivía aldrei
fyrst að marki. Brezka Malaja
og hollenzku Austur-Indíur, sem
samanlagt vinna 3/4 hluta alls
tins, hlutu að drottna í þeim
leik. Bólivía framleiðir aðeins
15%. Auk þess er frá náttúr-
unnar hendi miklum mun dýr-
ara að vinna og koma bólivíska
tininu á markaðinn. Af þessum
sökum mátti heita, að Bólivía
væri á valdi hinna ægilegu
keppinauta sinna, sem höfðu að-
alstöðvar í Lundúnum og Hol-
landi. Það voru þeir, sem sögðu
til um verð og dreifingu tinsins.
Þegar minnst varði, hlypi ef til
vill í þá vonzka og Bólivía yrði
troðin undir í samkeppninni.
Símon Patinó ákvað að binda
enda á þetta ástand. Hann fór
með hægð eins og forðum í við-
ureigninni við Chilemennina.
Fet fyrir fet fikraði hann sig