Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 122
320
ÚRVAL
txr var farinn að láta á sér bera,
vegna skorts á nýmeti. Allur efi
hvarf, þegar flugvélinni var
Jyft upp á þilfar hinn 26. sept-
ember, en þá var skipið statt
suður af Ceylon. Þá hvarf síð-
asta vonin urn það, að herför-
inni væri lokið.
Dag nokkurn, þegar við vor-
um á sveimi á skipaleiðinni frá
Rauðahafinu til Colombo,
heyrðum við, að hleypt var af
einu skoti á Wolf, en síðan var
Meypt af öllum byssum skips-
ins á öðru borði. Wolf var ekki
byggður fyrir slíka skothríð;
skipið kipptist til og nöglum og
tréflísum rigndi niður. Þegar
hleypt var af stjórnborðsbyss-
unum aftur, féllu skilrúmin í
lestinni.
Lestaropið var óbjrrgt, og
með því að klifra upp stigann,
gátum við horft á viðureignina.
Ég sá, að þýzki gunnfáninn
hafði verið dreginn upp. í mílu
fjarlægð var stórt, grámálað
farþegaskip — japanska skipið
Hitachi Maru. Hluti af reyk-
háfnum hafði verið skotinn af,
skotgöt voru á skipshliðinni og
það var verið að setja út björg-
unarbáta. Byssan var í skutn-
um, og umhverfis hana stóð
hópur særðra manna ... AUt í
einu setti skipið á fulla ferð og
hópur manna hljóp að fall-
byssunni.
En önnur kúlnademba frá
Wolf eyðilegði skut ókunna
skipsins og sópaði mönnunum
af þilfarinu.
Flugvélin varpaði sprengju
við stefni skipsins, og vélar
þess voru stöðvaðar. Það var
verið að satja út björgunarbát-
ana, þegar öðru skoti var beint
að yfirbyggingu skipsins.
Sprengikúla sprakk rétt hjá
hópi fólks, sem stóð við einn
björgunarbátinn. Afleiðingam-
ar voru hræðilegar. Þetta virt-
ist vera morð og ekkert annað
— en Nerger var ekki vanur að
fremja slík hermdarverk. Síðar
fréttum við, að japanski skip-
stjórinn hefði notað þetta
óheppilega augnablik til að
senda neyðarskeyti, og síðasta
skotinu hafði verið miðað á
loftskeytaklefann.
Sjóliðar af Wolf vom settir
um borð í japanska skipið. Brátt
var farið að smala nýjum föng-
um ofan í duflalestina, sem nú
var tóm. Meðal þeirra vora
portúgalskir hermenn, enskir
borgarar, indverskir hermenn,
Kínverjar, Ameríkumenn, kyn-