Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 51
SKYGGNST INN 1 SÁLARLÍFIÐ
49
augun — hvernig veiztu, hvað
fingur þínir eru að gera ?
Hvernig getur knattleikarinn
stjórnað hendinni, þegar hann
kastar knettinum? Eða píanó-
leikarinn stjórnað fingrum sín-
um? Það gerist með aðstoð
sjötta skilningarvitsins —
stöðu- og hreyfiskynsins, sem
hefið aðsetur sitt í örsmáum
skynfærum í vöðvum og liða-
mótum. Ennfremur er til sjö-
unda skilningarvitið, sem
stjórnar hreyfingu líkamans
í heild. Snúðu þér í hring á hæl-
tmum og staðnæmstu snögg-
lega með lokuð augu: Þú f innur
greinilega að þú eða umhverfið
snýst áfram. Snúðu þér aftur í
hring, en hafðu nú höfuðið
toeygt ofan á brjóstið eða út á
aðra öxlina: Þú finnur nú, að
umhverfið snýst í gagnstæða
átt. Það hlýtur því að vera
skynfæri í höfðinu, sem verð-
ur fyrir áhrifum þessara hreyf-
inga; skynfæri þetta er líka til
í raun og veru, og er það í hlust-
inni. Og auk þessara skynjana
eru margar aðrar, en duldari,
sem berast frá innri líffærunum
— hjartanu, maganum og inn-
ýflunum — skynjanir, sem geta
orðið óþægilega sárar, ef eitt-
hvað hefir farið úr skorðum.
Tilraunir með skynfærin.
Þegar sálfræðin var orðin
vísindagrein, var fyrsta verk-
efni hennar að gera vísindaleg-
ar tilraunir með hin ýmsu skyn-
færi, fyrst og fremst til þess að
að uppgötva, hverjar eru hinar
upprunalegustu skynjanir, sem
margþættari skynjanir okkar
byggjast á og greinast í, á sama
hátt og efnafræðingurinn hefir
greint allt efni í u. þ. b. áttatíu
frumefni. Og í öðru lagi til þess
að komast að raun um, af hvaða
efnislegum rótum hver skynjun
sé runninn — hverskonar orka
skapi hana — hreyfing, efni,
hiti, rafmagn o. s. frv. Við kom-
umst t. d. að því, að augað er
tvöfalt skynfæri; annar hluti
þess svarar áhrifum frá björtu
ljósi, svo sem dagsbirtu, og grein-
ir litina; hinn hlutinn tekur til
starfa í myrkri og getur þá
svarað áhrifum, sem augað sér
ekki í dagsljósi, en er þó ónæm-
ur á liti, þótt einkennilegt megi
virðast. Ennfremur hefir komið
í Ijós, að allir litirnir, sem við
greinum — yfir þrjátíu og f imm
þúsund litbrigði — eru ailir
samsettir í mismunandi hlut-
föllum úr þrem grunnlitum —
rauðu, gulu og bláu. Hér er
fólginn leyndardómur litljós-