Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 31
RÖDD GÖRINGS
29
trop til að tala, þegar hann —
veiklaður og með grátstafinn í
kverkunum eins og barn —
þorði ekki að stíga í vitnastúk-
una. Það var hann, sem sagði
við Ribbentrop: „Þér skuluð
ekki láta (kven)einkaritara
yðar svara fyrir utanríkisstefnu
Stórþýzkalands.“ Það er til
inynd af Göring, þar sem hann
sézt vera að ógna Speer, víg-
búnaðarráoherra, af því að
hinn síoastnefndi hafði haft
kjark til að viðurkenna, að ef
stjórn beiti algeru einræðis-
valdi, þá ættu ráðherrarnir að
bera algera ábyrgð á stjóm-
arathöfnum.
Hin sálfræðilega skýring á
áhrifavaldi Görings byggist á
hinni brennandi ósk sakborn-
anna að fá að lifa í sögunni
sem föðurlandsvinir, en ekki
glæpamenn. Vörn Görings
sjálfs var mörkuð af þessari
stefnu. Að öðru leyti mótaðist
framkoma hans af hinni tak-
markalausu hégórnagirnd hans.
Ákæran um að hafa stofnað til
stríðsins og að hafa rekið það
af dæmalausum hrottaskap,
snertir hann eins lítið og hinar
persónulegu ásakanir um of-
sókriir gegn pólitískum and-
stæðingum og óbreyttum borg-
urum í hinum undirokuðu lönd-
um. En eitt má Göring ekki
heyra nefnt á nafn: Það sem
hann heldur að saurgi „persónu-
legan heiður“ hans, þátttöku
hans í Ríkisþinghúsbrunanum,
deyfilyfjanautn hans, ólifnað
hans og stuld hans á listaverk-
um víðs vegar um hina sigruðu
Evrópu.
Hann kom líka auga á mögu-
leikana, sem fólust í réttarhöld-
unum, í því skyni að skjóta stoð-
um undir nazistakenninguna og
viðhalda henni, og hann not-
færði sér ekki aðeins þessa
möguleika sjálfur, heldur sá svo
um, að sökunautar hans viku
ekki frá þessari stefnu. Hann
hafði áhrif á þá með ýmsu móti
— á suma með því að skírskota
til föðurlandsástar þeirra og
samábyrgðarkenndar, en við
aðra beitti hann hótunum, að
ljósta upp um þá fyrir dómstól-
unum. Hann lét skína í það, að
hann hefði leyfi dómaranna til
þess að taka til máls að afloknum
vitnisburðin liinna; þeir skyldu
gæta sín. Sálsýkisfræðingar
réttarins, sem höfðu tal af hin-
um ákærðu tvisvar á dag, við-
urkenna, að ekki hafi verið unnt
að draga úr ótta sakborning-