Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 55
SKYGGNST INN 1 SÁLARLlFIÐ
53
hræringum. Það er miklu erfið-
ara að rannsaka þetta svið sál-
ariifsins heldur en hitt, og við
komumst brátt að raun um, að
á allri meðvitund er aðeins
stigmunur. Ef við förum ekki
að eins og Hamlet, og rannsök-
um hvatir okkar gaumgæfilega,
er hætt við að þessar raunveru-
legu orsakir athafna okkar fari
algerlega fram hjá okkur.
Sálfræðingum hefir lengi
verið kunnugt um hið mikla
hlutverk sem undirmeðvitund-
in leikur í hugsanalífi okkar og
framkomu. En það er einkum
vegna rita Freuds og lærisveina
hans, að sálfræði nútímans hef-
ir hafið kerfisbundnar rann-
sóknir á undirmeðvitundinni og
skapað sérstakar aðferðir í því
augnamiði. Aðferð Frendssjálfs
var kölluð sálgreining. Sálgrein-
íng þýðir aðeins rannsókn eða
greining sálarlífsins — að leysa
andlega hnúta eða flækjur, sem
myndast hafa. Til þess slíkt
mætti takast, beitti Freud aðal-
lega þeirri aðferð, sem hann
nefndi „frjáls tengsh* Sálgrein-
irrinn, sem reynir að skygnast
inn í undirmeðvitundina, byrjar
t. d. á því, að leiða athyglina að
einhverju sérkenni í framkomu
sjúklingsins, eða, ef svo ber
undir, að einhverri eftirminni-
legri draumsýn hans. Hann
segir sjúklingnum að hugsa um
þetta atriði, og skýra frá öllu,
sem í huga hans kann að koma,
enda þótt það virðist vera alger-
lega út í hött og jafnvel fárán-
legt.
I fáum orðum má segja, að
þessi aðferð byggist á því, að
reyna að þræða helztu tengsl-
brautir heilans aftur á bak,
byrja á lokahugsuninni eða at-
höfninni og komast allar götur
til hins upphaflega kvíða eða
taugaáfalls, sem talið er
vera orsök taugaveiklunar-
innar, beinlínis eða óbeinlínis.
Þegar okkur tekst þetta, kemur
í ljós, að þýðingarmestu tengsl-
in eru ekki ósjálfráð; þau hafa
myndast og haldist við af djúp-
rættum geðshræringum — geðs-
hræringum og tilhneigingum,
sem sjúklingurinn sjálfur hefir
ekki hugmynd um. Oftast reyn-
ast hin duldu áhrif vera ákaf-
lega frumstæð; ýmist tekin að
erfðum eða orðin til í bernsku.
En af öllum eðlishvötum, sem
við erfum, eru þær sterkastar,
sem eru vaktar af öðrum per-
sónum. (Freud nefnir þær „kyn-
hvatir,“ en hann notar orðið
,,kyn“ í svo nímri merkingu, að