Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
hatt og hanzka, en að öðru leyti
nakinn.
— Hvernig lízt þér á hattinn
minn? spurði ég.
Hún leit á mig og fékk hlát-
urskast. Hún henti hattinum á
stól, hné niður á rúmið og hrist-
ist af hlátri. Svo leit hún upp,
horfði á mig með dökkum aug-
unum og þrýsti síðan andlitinu
ofan í svæfilinn. Ég stóð vand-
ræðalegur fyrir framan hana.
Hún leit aftur upp.
— Þú ert dásamlegur, þú ert
dásamlegur! hrópaði hún.
Ég reyndi að taka hattinn
virðulega ofan og sagði:
— Og þó er ég hvorki í skóm
né sokk á öðrum fæti.
En hún rauk á mig, þrýsti
hattinum á höfuð mér og kyssti
mig.
— Taktu hann ekki ofan,
sagði hún í bænai’rómi. Ég elska
þig með hann.
Ég settist á rúmið, alvarleg-
ur 1 bragði.
— Lízt þér ekki vel á hatt-
inn minn? spurði ég móðgaður.
Ég keypti hann í London í síð-
astliðnum mánuði.
Hún horfði glettnislega á mig
og skellihló.
— Hugsaðu þér, sagði hún,
hugsaðu þér, ef allir karlmenn
í Piccadilly gengju svona til
fara.
Mér þótti þetta spaugilegt.
Að lokum fullvissaði ég hana
um, að hatturinn hennar væri
yndislegur og mér létti þegar
ég tók minn ofan og fór í morg-
unsloppinn.
— Ætlarðu virkilega að klæða
þig, sagði hún ávítandi. Mér
leizt svo vel á þig þegar þú
varst ekki með neitt nema hatt-
inn.
— Nei, það get ég ekki.
Hún var harðánægð með nátt-
kjólinn sinn og skóna. Ég lá
dálitla stund og horfði á fætur
hennar.
— Hvað margir karlmenn
hafa verið vitni að þessum leik ?
spurði ég.
— Hvað áttu við ?
— Þegar þú kemur inn í
svefnherbergi manns, klædd í
einhverja grisju og ferð að máta
nýjan hatt.
Hún laut yfir mig og kyssti
mig.
— Ekki margir, sagði h(m.
Ég hefi ekki verið svona ná-
tengd neinum fyrr.
— Þú hefir þá gleymt því.
En það skiptir ekki máli.
Hún tók eftir votti af beizkju
í rödd minni og sagði reið: