Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 43
PAUL-HENRI SPAAK
41
ásamt Henri de Man að stofna
eins konar „þjóðernislegan sós-
ialistaflokk," er starfaði á
lýðræðisgrundvelli. De Man,
sem hneigðist meir að hugsjón-
um en ýmsum kennisetningum,
lét nazista ginna sig, en Spaak
hélt aftur á móti tryggð við
lýðræðisstefnuna. Hann heldur
því fram, að Evrópa eigi því að-
eíns einhverja framtíð, að fjár-
mál hennar séu skipulögð, en
hann er mótfallinn hvers konar
þjóðfélagsstefnum, sem troða á
mannlegum réttindum, banna
pólitískt frelsi og gera að engu
frjálst framtak. Hann var mjög
hlynntur Leopold konungi, en er
honmn varð Ijóst, að konungur
játaði aðra pólitíska trú, sner-
ist Spaak gegn honum.
Þar sem hann er vantrúaður,
eins og allt fólk hans hefir verið
mann fram a.f manni, er hann
ekki haldinn hleypidómum
gagnvart klerkastéttinni, eins
og eldri, belgískir sósíalistar
og frjálslyndir. Sem belgískur
stjórnmálamaður sagði hann í
einkaviðtali fyrir styrjöldina,
að tveir máttarstólpar vest-
rænnar siðmenningar í Evrópu
væru Stóra-Bretland og kat-
ólska kirkjan. Og kvöld nokk-
urt i Washington, nú á styrj-
aldarárunum, sagði hann: „Ég
er vantrúarmaður, en er ég kynn-
ist einhverjum, sem er einlægur
trúmaður, hefir það mikil áhrif
á mig.“
Þetta er maðurinn, sem var
kjörinn fyrsti forseti Bandalags
sameinuðu þjóðanna á fundi,
sem haldinn var í London í
októbermánuði 1945, og allt
hnígur að því, að hann eigi eftir
að koma mjög við alþjóðamál
á komandi árum. Háttsettur
ráðherra í stjórn de Gaulle,
liershöfðingja, mælti með
sambandi Belgíu og Frakklands,
og sagði, að stærsti kosturinn
við slíkt bandalag, ef til kæmi,
mundi verða sá, að fá Spaak til
að takast á hendur stjórn utan-
ríkismála Stór-Frakklands.
Spaak er talsmaður smáþjóða
Vestur-Evrópu, hann persónu-
gerir framþróun stjórnmála-
heimspeki Vestur-Evrópu og
pólitíska festu þeirra þjóða, er
þar búa. Hann hefir lifað tvær
innrásir í land sitt og veit, að
þriðja heimsstyrjöldin mundi
tortíma belgísku þjóðinni. Hann
hefir neitað að láta hugsjóna-
stefnu flokks síns hlekkja sig
niður, hann vill berjast gegn
öllum hugsjónaárekstrum og