Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 102
300
Urval
hafa eyðilagzt. En við getum,
þrátt fyrir allt sótt mikinn
fróðleik til þeirra minja, sem
fundizt hafa. Hellamaðurinn
lifði eingöngu á veiðum; engin
húsdýrabein hafa fundizt við
bústaði hans. Hann steikti kjöt
veiðidýranna yfir eldi. Hann
kunni ekki að gera leirker, en
hefir smíðað ílát úr viði eða bú-
ið þau tií úr leðri. Stundum gróf
hann hina látnu í hellinum, og
af því getum við séð, að jafnvel
hinn frurn.stæði Neanderthal-
maður, fyrsti hellisbúinn í Ev-
rópu, viðhafði einfalda greftr-
unarsiði, lagði líkið í grunna
gröf, með mjúklega beygðmn
limum, líkt og í svefni. Við ræt-
ur Carmelf jallsins í Norður-Pal-
estínu er lítil hellir, sem notað-
ur hefir verið sem grafhýsi af
hinni útdauðu manntegund,
Palaenthropus Pálestinensis,
sem var náskyld Neanderthal-
tegundinni. í þessum helli
fannst lík, sem var með annan
handlegginn krepptan um
kjálkabein af villigelti. Var
þetta minjagripur? Eða ætlaði
þessi 50.000 ára gamli veiði-
maður að hafa með sér nesti á
hinu langa ferðalagi sínu til
dauðra heima?
Á öðru líki í sama helli mátti
sjá, að maðurinn hefði yerið
drepinn með spjótslagi. Spjótið
hefði gengið í gegnum mjaðm-
aiiiðinn inn í kviðarholið, og
brotnað. Vopnið hlýtur að hafa
verið gert af tré, því að það
sást ekki urmull eftir að því,
en við gátum tekið gipsmót af
gatinu á beininu og þannig búið
til eftirmynd af spjótsoddinum.
Undir lok ísaldarinnar kom
Homo sapiens fram á sjónar-
sviðið og flutti inn í hella
Neanderthalmannsins, sem þá
leið undir lok. Upp frá þessu fær
fornfræðingurinn meiri og betri
gögn til að styðjaðst við í rann-
sóknum sínum. Hann kynnist
jafnvel andiegu lífi þessara for-
feðra okkar. Við erum ekki
lengur bundnir við steinverk-
færin ein. Á sumum svæðum,
einkum í Evrópu, norðan 40c
breiddargráðu — þ. e. á þeim
svæðum, þar sem lítið var um
skóga á ísöld — hafa þessir
síðari hellisbúar ekki einungis
smíðað spjótsodda og skutla úr
beini, lireindýrahornum og
mammúttönnum, heldur eru
þessi vopn líka fagurlega út-
skorin og skreytt. Hin listræna
þróun náði hámarki sínu í hin-
um frægu málverkum, sem eru
á veggjum hella Suður-Prakk-