Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 127
VÍKINGASKIPIÐ „XjLFURINN"
125
bað virtist ómögulegt að ætla
sér að sigla þeim þúsundir
mílna um stormasvæði Norður-
Atlanzhafsins.
Wolf og kolaskipið silgdu
áfram í norðurátt, í von um að
finna svæði, þar sem veður væri
hagstæðara til frekari umskip-
■unar á kolum. En veðurfarið
batnaði ekki, og 10. janúar 1918,
ákvað Nerger að binda skipin
-aftur sarnan. Allt var gert, sem
unnt var, til þess að draga úr
árekstrum skipanna, en árang-
urslaust. Skipshöfnin vann af
íreœsta megni við umskipunina,
þrátt fyi’ir hin hræðilegu högg,
þegar skipin lentu saman. Vinn-
unni var haldið áfram í 24
klúkkustundir, og þegar skipin
voru að lokum leyst, var það
-furöulegt, að þau skyldu vera
enn á floti. Wolf hafði laskast
svo mjög, að lekinn nam 40
smálestum af sjó á klukku-
stund.
En Nerger hafði fengið kolin;
Wolf þurfti ekki meiri kol til
þess að komast heim. Þar sem
það hefði verið hættulegt fyrir
skipin að hafa samflot, var
ákveðíð, að þau reyndu að kom-
ast, gegnum hafnbann Breta,
hvort í sínu lagi. Igotz Mendi
sigldi brott, og konurnar og
veiku fangarnir á þilfari þess,
veifuðu í kveðjuskyni; sumar
konurnar voru með tárin í aug-
um, því að þær héldu, að vinir
þeirra, sem enn voru um borð í
Wolf, væru dauðadæmdir menn.
Eftir margra mánaðadvöl i
svækju hitabeltisins, tóku fang-
arnir, sem voru nú yfir 400 að
tölu — að hressast í köldu lofti
Norður-Atlanzhafsins. Ódaunn-
inn í lestinni hvarf og heldur
virtist draga úr skyrbjúgnum.
En nokkrum dögum seinna var
komið ofsarok og Wolf valt eins
og kefli. Hraði skipsins rninnk-
aði niður í sjö mílur. Skipshöfn-
in varð óróleg. Sjóliðarnir fóru
að tala um Kiel, Hamborg, bjór
og kvenfólk. Á meðan þeir voru
að tala, lögðu þeir eyrun við, ef
hættumerki yrði gefið — en það
hefði verið sama sem dauða-
dómur í slikum sjógangi.
Hættan var ekki einungis
fólgin i varðskipum óvinanna.
Skipið var nú statt á kafbáta-
svæðinu, og þýzkur kafbátur
gat skotið tundurskeyti að
Wolf, engu síður en að skipum
bandamanna. í Þýzkalandi var
Wolf fyrir löngu talin af og
þýzkir kafbátar sökktu öllum
skipum fyrirvaralaust.