Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 83
ERU LOFTFÖR ÚRELT
komnasta loftskip heimsins.
Árið 1928 flaug það til New
York með sextíu manna áhöfn,
og síðan um hæl sömu leið til
baka. Enda þótt það væri ekki
nógu hraðfleygt og öflugt fyrir
Atlanzhafsflug, hélt það þó
uppi nærri stöðugum ferðum á
veðrasömustu leið í heimi, milli
Frankfurt og Rio de Janeiro.
Það fór alls 590 ferðir, af
þeim 144 fei'ðir yfir úthöfin,
flutti 13.310 farþega og 125
tonn af varningi, án þess að
hlekkjast á.
Síðar kom Hinderiburg til
sögunnar, 803 fet á lengd, með
6.709.663 kubikfeta rúmtak.
Það gat flutt 12 smálestir
af flutningi og fimmtíu farþega,
við eins góð skilyrði og tíðkast
á beztu farþegaskipuni. Síðar
gat það flutt 72 farþega allt að
8.700 mílna vegalengd, með 140
km. hraða á klukkustund. Árið
1936 fór það tíu sinnum yfir
Norður-Atlanzhafið, en árið
eftir kviknaði í því og brann
það til ösku. Talið er að eldur-
inn hafi kviknao út frá raf-
magni. Ef Hinderiburg hefði
verið fyllt óeldfimu gasi,
myndi þetta slys ekki hafa
komið fyrir.
8L
Tilraunir Breta með smíði
loftskipa misheppnuðust. Hinn.
ægilegi atburður, þegar R. 101
fórst, hafði djúp og varanleg
áhrif á almenning. Svipað má
segja um tilraunir Ameríku-
manna.
Vegna reynslunnar af rekstri
Graf Zeppelins og Hindenburgs,.
má fullyrða, að mesta hættam
sem steðjað getur að loftskipum
á langleiðum, séu ofviðrim
Graf Zeppelin lenti aldrei í of-
viðri; því var stýrt á svig við'
óveðursvæðin, enda þótt þaö
lengdi flugleiðina um mörg þús-
und kílómetra.
Þó loftskip hafi minni flug-
hraða en flugvélar, jafnar þetta
sig þó upp með því, að þau þurfa
ekki að tefja sig á millilending-
um til þess að taka eldsneyti
eða hvíla farþegana. Á flestum
langleiðum, eins og t. d. frá
Austur-Asíu til Norour-Ameríku
sem er 12500 km. í beina stefnu,,
verður flugvélin að fljúga 16000
km. vegalend, því að hún verð-
ur að lenda á ýmsum eyjum,
sem ekkert viðskiptagildi hafa.,
til þess að taka eldsneyti og
hvíla farþegana.
Frá sjónarmiði farþegaima
er loftskipið miklu líklegra til.