Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 18
le
ÚRVAL
mjúkir undir gagnsæu efninu.
Hún varð hugsi.
Á ég að segja þér sögu, sagði
hún.
— Ef þú vilt. Ég skal sækja
eitthvað handa þér til að sitja
á.
— Ég kyssti á öxl hennar.
Hún var svöl eins og fílabein.
— Nei. Jú, annars, gerðu það.
Ég sótti svartan, kínverskan
silkikyrtil með útsaumuðum,
grænum drekum.
— En hvað þú ert hvít, sam-
anborið við svart silkið, sagði
ég og kyssti annað af ávölum
brjóstum hennar gegnum grisj-
una.
— Liggðu þarna, sagði hún í
skipunarrómi.
Hún settist á rúmið, en ég lá
kyrr og horfði á hana.
— Viltu sígarettu, spurði ég.
Hún reykti hugsandi um
stund.
— Þú verður að fá að vita um
það, sagði hún.
— Byrjaðu.
— Ég bjó á stóru hóteli í
Dresden og kunni vel við mig.
Bjöllur, sem hringja; að skipta
um föt þrisvar á dag og vera að
hálfu hefðarfrú og að hálfu
gleðikona. Vertu ekki gramur,
þó að ég segi þér frá þessu.
Líttu á mig. Hann átti heima
skammt burtu. Ég hefði gifzt
honum, ef ég hefði getað.
Hún yppti fögrum, brúnum
öxlunum og blés út úr sér reykj-
armekki.
— Mér fór að leiðast eftir
þrjá daga. Ég var einmana, fór
ein í búðir og ein í söngleika-
húsið, þar sem karlmennirnir
smeygðu sér á bak við konur
sínar og gláptu á mig. Loks varð
ég gröm manni mínum, vesai-
ingmun, enda þótt það væri
auðvitað ekki hans sök að hann
gæti ekki komið.
Hún hló sem snöggvast og
hélt áfram að reykja.
— Þegar ég kom niður f jóröa
morguninn var ég hreykin af
sjálfri mér. Ég minnist þess,
að ég var í ljósbrúnum kjól, og
ég vissi að hann fór mér vel.
Eftir nokltra þögn hélt hún
áf ram:
— Og með stóran, svartan
hatt. Ég vék til hliðar, þegar
maður ætlaði að rekast á mig.
Almáttugur! Það var ungur
liðsforingi, iðandi af lífi, dásam-
lega vaxinn, þýzkur aðalsmað-
ur, eins fullkominn og þeir geta
verið. Hann var ekki hár, í
dökkbláum einkennisbúningi
sínum, en öruggur í fasi. Það