Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 19
EINU SINNI
1T
fór eins og rafmagnsstraumur
um mig alla; það fór eldur um
mig, þegar ég leit í augu hans.
Þau horfðu brennandi á mig og
voru nákvæmlega eins lit og
bláu snúrurnar á einkennisbún-
ingnum. Hann horfði á mig, og
svo hneigði hann sig fyrir mér
— slíkri hneigingu, sem í aug-
um kvenna er eins og ástarat-
lot.
— Afsakið ungfrú góð.
Ég hneigði höfuðið, og við
gengum hvort sína leið. Það
var eins og við værum skilin að
ósjálfrátt, gegn vilja okkar.
Ég var óróleg allan þennan
dag. Ég gat ekki verið kyrr.
Ég sat og drakk te á Briihler
Terrasse og horfði á fólkið, sem
gekk fram hjá í tilbreytingar-
lausri lest, og í baksýn var Elbe-
fljót, lyngt og breitt. Þá stóð
hann frammi fyrir mér, heils-
aði og settist á stól við borðið,
afsakandi, en þó hispurslaust.
Ég var ekki meira forviða á
honum heldur en á mannþröng-
inni, sem leið fram hjá. Og ég
sá, að hann hélt að ég væri
gleðikona . . .
Hún horfði hugsandi út í blá-
inn og ég sá hvernig hið liðna
birtist í augnaráði hennar.
— En ég var bæði kvíðin og
áfjáð. Hann sagðist verða að
fara á hirðaansleik um kvöldið,
og svo sagði hann á sinn hisp-
urslausa hátt, bæði biðjandi og
ástríðuþrungið:
— Og svo?
— Og svo? endurtók ég.
— Má ég . . . spurði hann.
Ég sagði honum númerið á
hótelherberginu mínu.
Ég gekk hægt heim að hótel-
inu, skipti um kjól, settist við
matborðið og fór að tala við
einhvern, sem sat við hlið mína,
en ég var einni eða tveim
klukkustundum of fljót — þar
til að hann kæmi. Ég raðaði
silfurmununum mínum ogburst-
um, og ég hafði pantað lilju-
vönd. Hann stóð í svartri skál.
Gluggatjöldin voru úr dýrindis
silki og gólfteppið var nærri
hvítt að lit, með dumbrauðum
bekk. Ég held, að það hafi verið
persneskt. Ég var hrifin af því.
Og það var ferskur ilmur í her-
berginu, það var fullt af eftir-
væntingu eins og ég sjálf!
Síðasta hálftímann, sem ég
beið, lézt ég ekkert vita, þótt-
ist enga meðvitund hafa. Ég
lá í myrkrinu og þrýsti ljós-
bláa náttkjólnum mínum að
mér, svo að mér liði vel. Ég