Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 49
„ÞARFASTI ÞJÓNN“ ITxTDLANDS
4T
Veídur fíll getur ekki farið að
vinna innan árs frá því að hon-
um var náð, og allt að 35%
veiddra fíla drepast á þessu
tímabili, aðallega úr hjartabil-
un, sem rekja má til áreynslunn-
ar, er þeir voru að flýja veiði-
manninn. En þegar þeir eru
orðnir starfhæfir, má temja þá
á þrem vikum. Tamningin hefst
á því, að þeim er gefið fóður og
þeir vandir á að umgangast
menn. Þeir eru fyrst snertir með
löngum bambursstöngum. Síðan
er fíllinn settur í ramgert búr
úr timbri og liggur þverslá yfir
búrið, um fjögur fet fyrir ofan
bak hans. Maður lætur sig síga
niður af slánni á bak fílsins og
venur hann við, að setið sé á
baki hans. Honum er hleypt út
daglega og hann látinn bera
léttar byrðar, en um háls hans
er vafið sterku reipi, sem bund-
ið er við einn eða tvo fulltamda
fíla, sem kallaðir eru lcoonkies
eða ,,kennarar“. ,,Kennaramir“
sjá um að refsa unga fílnum,
ýmist með því að berja hann
með rananum eða sparka í
hann; þeir em oftast mjög
þungir kvenfílar, sem virðast
hafa gaman af þessum starfa
sínum.
Enda þótt stranglega sé bann-
að að gæla og dekra við unga
fíla, kemur það þó fyrir, og
verða þeir oft hin hættulegustu
dýr. Menn leika sér við þá, með-
an þeir eru litlir, en það fer
brátt af. Ef þeir einu sinni
komast að raun rnn, hve menn-
irnir em máttlitlir samanborið
við þá sjálfa, verða þeir mestu
hættugripir.
Starf fílanna er venjulega
fólgið í því, að draga viðarboli
að vegum eða fljótum. Eú
stundum er enginn götuslóði
niður að næsta fljóti, og verður
þá að gera rennibraut, sem við-
arbolunum er rennt eftir. Fíl-
arnir læra fljótlega að renna
trjábolunum og sýna við það
mikla leikni. Þeir ýta á bolina
með vígtönnunum eða rananum
og spyrna jafnvel stundum í þá
með öðrum framfætinum. Síðan
horfa þeir á eftir trénu, er það
rennur eftir brautinni, en taka
strax til við annað, er þeir sjá,
að allt er í lagi.
Þegar viðarbolir standa og
mynda kö.s í fljótunum, eru fíl-
ar notaðir til þess að greiða úr
kösinni. Þeir vaða í vatninu upp
í herðablöð og ýta á viðarbol-
ina með tönnunum og hausnum,
unz flækjan er leyst og viðurinn
flýtur fram.