Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 76
ÚRVAL
' '7-1
þvílíkum Ijóma, að Bólivíumenn
halda sig sjá hillingar.
Hin fyrsta þeirra var Pair-
rumani. Þar eru yfir 5000 ekrur
aldingarða, komakra og engja,
ásamt fyrirmyndar mjólkurbúi
og tilraunastöö í nautgripai’ækt
í þágu bólivískra bænda — og í
miðju sveitasetur í spænsk-ame-
rískum stíl. Fyrir framan húsið
3ét hann setja steininn, sem
hann muldi á fyrsta tingrýtið.
— Annað sköpunarverk Don
Símonar er Portales, dýrleg höll
í útjaðri Coehabamba. Hún
stendur í miðjum trjá- og
skrúðgarði. Þak hallarinnar er
úr ósviknum kopar og kostaði
mörg hundruð þúsund dollara.
Sum veggteppin, sem þar em að
sjá, minna ósjálfrátt á beztu
listasöfn Evrópu, skreyting
lofta, veggja og handriða á feg-
urstu hallir Italíu. — Þriðja
furðuverkið er íveruhús í hjarta
Cochabamba, þar sen* blandað er
•saman af undursamlegri smekk-
vísi ýmsum stíliun húsagerðar
— frönskum, tyrkneskum, ara-
bískum og kínverskum — sem
ihinnir mann á dásemdir þúsund
<og einnar nætur.
Frá Avenue Foeh í París,
'Waldoif-Astoria í New York
■eða Plaza í Buenos Aires hefir
hann fylgzt með og vakað yfir
hverju smáatriði í byggingu
draumahallanna sinna heima í
Bólivíu. Og þegar öllu var lok-
ið, sagði hann: „Ég vil, að öll-
um stöðunum sé viðhaldið svo,
að ég geti setzt þar að fyrir-
varalaust." Og undirtyllur hans
heyrðu og hlýddu.
Fjarlægðin dregur ekkert úr
óbifanlegri* yfirdrottnun tin-
kóngsins. „Veggurinn sem þér
viljið láta gera kringum búgarð-
inn, lendir beint á stóra trénu og
verður því að fella það,“ skrif-
uðu starfsmenn hans, er verið
var að reisa PairamanL
„Aldrei!“ var svarið. „Búið til
beygju á vegginn fyrir tréð.“
Og þannig var veggurinn byggð-
ur. Ég hefi séð hann.
Indíánarnir, sem reka Iama-
dýrahjarðir sínar eftir rykug-
um þjóðveginum fram hjá Pair-
rumani, horfa deyfðaraugum á
rammlegt járnhliðið, skuggsæl
trjágöngin og gróðurhjallana í
görðunum. Á stignum hjá
Portales eru aðrir Indíánar á
ferli. Þeir látast ekki sjá gljá-
brennt koparþakið, sem glóir í
sólskininu, en þramma á næstu
knæpu og þjóra þar maísvín til
að reyna að gleyma volæði sínu.
Á götunni framundan íveruhúsi