Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 30
Rödd Görings.
Grein úr
eftir prins Ferdinand af L,iechtenstein.
EGAR þetta er ritað, glymja
hamarshöggin bak við sviðið
— leiktjaldabreyting fyrir síð-
asta þáttinn í Niirnbergréttar-
höldunum, starfsmenn leikhúss-
ins, klæddir herbúningum
bandamanna, eru að reka sam-
an gálgana sex. Þegar þér lesið
þetta, verður tjaldið ef til vill
fallið. La piéce est fini — leikn-
um er lokið.
í gær veitti yfirherstjórn
bandamanna mér síðasta viðtal.
í sögunni við mesta núlifandi
valdamann nazistahreyfingar-
innar, Hermann Göring, og ég
skýri hér á eftir frá hinum tíu
spumingum mínum og svörum
Görings við þeim.
Göring lítur ekki án ánægju
á hina tíu síðastliðnu mánuði,
en þá tókst honum aftur að ná
þeim sessi, sem hann hafði ekki
skipað síðan 1941: að vera ann-
ar æðsti maður Þúsundáraríkis-
ins. Eftir því sem liðið hefir á
réttarhöldin, hefir nafn Hitlera
æ meira og meira færst inn í
skuggann og flestir hinna
ákærðu reynt að skýla sér á
bak við hann, en flugmarkskálk-
urinn hefir orðið nazisti nr. 1.
Þegar hann gaf sig á vald
Ameríkumönnum í dal einum í
Tyrol, var hann titrandi vesa-
lingur, sem tók stöðugt inn
deyfilyf. Misseris einvera og
bindindissemi hafa gert hann
magran, en sterkan. Á fyrstu
dögum réttarhaldanna benti
hann á sökunauta sína og sagði:
„Þetta eru mínir menn og auð-
vitað hefi ég forustuna."
Þetta, sem í fyrstu virtist vera
innantómt grobb, gerði hann að
veruleika með því að beita til
hins ítrasta viljastyrk sínum og
persónuleika. Flest af því, sem
hinir ákærðu hafa sagt og ekki
síður hitt, sem þeir hafa þagað
yfir, má rekja til áhrifa Gör-
ings. Hann gat komið Ribben-.