Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 27
ARFUR EÐA UMHVERFI ?
25
öllum óvæntum fyrirbrigðum, t.
d. há.vaða, var miklu meiri en
öarnsins. Hann lét í ljós miklu
meiri andúð á óþægilegri lykt,
sem haldið var að vitum hans,
en bamið. Hann notaði lykt-
næmi sína til þess að þekkja
menn og hluti. Fyrstu mánuð-
ina eftir að hann var tekinn,
var hann svo hændur að próf-
essornum, að hann varð hrygg-
ur þegar prófessorinn fór úr
augsýn hans. En ef prófessor-
inn skildi eftir eitthvað af föt-
um sínum, sem apinn þekkti
lyktina af, lék hann sér að þeim
með mestu ánægju þar til pró-
fessorinn kemur aftur.
Það var athyglisvert, að
barnið mundi orð og skipanir
miklu lengur en apinn, en aft-
nr á móti var apinn minnugri á
Iireyfingar. Þegar t. d. reynt
var, hvor þeirra myndi betur
í hvaða átt hinn hefði farið í
íelur. gat barnið munað það í
fimm mínútur, en apinn mundi
jþað í sjö skipti af tíu í hálfa
klukkustund. Þetta mjög þrosk-
aða hreyfiminni skýrir hve
dýr eru ratvís.
Margar rannsóknir hafa leitt
í Ijós, að fyrstu óttaviðbrögð
barna orsakast (1) af hjálpar-
skorti og (2) miklum hávaða.
Seinna kemur í ljós (3) óttinn
við hið óvanalega og leyndar-
dómsfulla. Sömu söguna var að
segja um apann. Hann var lipr-
ari en barnið og líka varkárari,
virtist hann mjög athugull við
hvað eina, þar til hann hafði
kynnzt því til hlítar. Kæmi mað-
ur til apans í nýjum bláum bux-
um, sem apinn hafði aldrei séð
áður, þá forðaðist hann mann-
inn eins og heitan eldinn og
öskraði á sinn sérkennilega
hátt. En ekki leið á löngu, ef
maðurinn beygði sig þannig að
apinn gæti gripið í hann fyrir
ofan mitti, að apinn tæki að
færa sig upp á skaftið og toga
í manninn; en buxurnar var
hann dauðhræddur við. Á sama
hátt hræðast lítil börn ný föt,
er fólkið, sem annast þau, fer
í. Apann kitlaði meira en barn-
ið, og þótti gaman að láta vini
sína kitla sig. Þegar hann var
8 mánaða, fór hann að hlæja
þegar hann var kitlaður. Hlát-
urinn var ekki raddaður í
fyrstu, en varð það nokkrum
mánuðum seinna. Einnig hló
hann ef honum var sveiflað upp
í loftið, og þegar hann lék ein-
hvern skemmtilegan leik við
barnið.
Apinn var ósjálfstæðari en