Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 87
J-IELÞYTUR YFIR BIKINI
85
ðrumefnisins uranium. Það var
aðeins smáneisti í hinni lang-
varandi sprengingu alheimsins.
Löðurstrókurinn lækkaði, en
glóandi mökkurinn reis hærra
og hærra. Eftir nokkrar
mínútur var hann kominn
app að skýjaþykkninu, sem
íbar milli hans og okkar áhorf-
endanna, sem vorum um
borð í Appalachian. Mökkurinn
reis stöðugt hærra og bólgnaði
út 1 þétta hnúða; slík var kyngi-
•orkan, sem í honum bjó.
Eftir 9 mínútur var hann
orðinn 24.000 fet á hæð og um
12.000 fet á breidd. Eftir 15
mínútur hafði mökkurinn svifst
S tvent, og efri hlutinn sveif
burt. Nokkru síðar voru síðustu
itætlurnar horfnar í skýja-
þykkni, sem var yfir þessum
slóðum.
Hinar hræðilegu spár rættust
ekki. Það kom engin flóðbylgja,
enginn jarðskjálfti, og „hafið
iogaði ekki.“ Þegar hljóðið
barst til okkar, sem vorum 32
km. í burtu, var það ekki hærra
en hvellurinn frá fallbyssum
laerskips í þeirri fjarlægð.
Enda þótt skipin löskuðust
mjög við þessa neðansjávar
frumeindasprengitilraun hjá
Bikiniey, var þó helþyturinn
hið hræðilegasta, sem hún hafði
í för með sér.
Það er álit manna, að ný her-
skip myndu hafa þolað spreng-
inguna, en þó að þau hefðu verið
á floti að henni lokinni, hefðu
áhafnir þeirra verið liðin lík.
Hin banvæna, geislavirka efn-
isþoka, sem huldi gervalt svæð-
ið eftir sprenginguna og huldi
öll skipin, myndi ekki hafa
skilið neinn mann lifandi eftir
um borð í þeim.
Allir þeir, sem ofanþilja væru,
myndu farast, að áliti Blandys
varaaðmíráls. Og efnisþokan
myndi dreifast um skipið eftir
loftræstingarpípunum, áður en
tírni ynnist til að stöðva loft-
dælurnar.
Helþyturinn virðist hafa
komið sérfræðingum flotans á
óvart. Draeger höfuðsmaður,
sem sá um dýrin, sem sett voru
um borð í skipin, lýsti því yfir
í upphafi tilraunarinnar, að ein-
ungis 20 svín yrðu höfð á tveim
skipum og 200 mýs á fjórum
skipum, í sfað hinna 3000 dýra,
sem notuð voru við loftspreng-
ingartilraunina 1. júlí. Ef menn
hefðu búizt við þessari langæu
og banvænu þoku, þá hefðu á-
reiðanlega verið notuð fleiri til-
raunadýr 1 þetta skipti.