Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 94
tieta læknavisindin vakið
nœnn upp frá dauðimi?
Eg dó fyrir tveimur árum.
Grein úr
eftir Georgi Maryagin.
r
"ff^G gleymi aldrei deginum,
• þegar ég dó, sagði Val-
entin Cherepanov, og sólbrennt
andlit hans varð allt í einu al-
varlegt. Hann sat í standstól
og dinglaði fótunurn fram af
stólbrúninni.
Þetta gat virzt sem einkenni-
leg hótfyndni, og ef éghefðiekki
verið dálítið kunnugur sögu
þessa magra, tuttugu og þriggja
ára gamla hermanns, myndi
mér hafa þótt hann skrítið
fyrirbrigði. En allir í Sovétríkj-
unum vita um það nú, hvernig
Cherepanov var vakinn aftur til
lífsins af Vladimir A. Negovski,
prófessor, eftir að hann hafði
dáið í einu af hersjúkrahúsum
Rauða hersins. Prófessorinn
hefir gefið skýrslu um málið, en
þetta er í fyrsta skipti sem
Cherepanov sjálfur skýrir
nokkru blaði frá því, hvernig
það er að vera dáinn.
— Nei, endurtók hann, ég
gleymi aldrei þessum degi. Þaf'
var 3. marz 1944. Ég var loft-
skeytamaður og hersveit mín
var í úthverfum Vitebsk. Loft-
skeytastöðin var í bifreið, sem
falin var í djúpu gili á snævi-
þakinni sléttunni. Þýzku faB-
byssurnar höfðu skotið á víg-
línu okkar allan morguninn. Um
tvöleytið sté ég út úr bifreið-
inni og í sama bili kvað vió'
ægileg sprenging rétt hjá mér.
Ég tók að æpa .. .
— Ég beygði mig niður og
leit í kring um mig. Þykkur
reykjarmökkur sást svo seœ
hundrað rnetra frá mér. SíðaE:
kom önnur sprenging í firnmtíi;
metra f jarlægð. Ég missti með-
vitundina. Þegar ég vaknaði við
aftur, heyrði ég ógurlegan
hávaða — þriðja sprengikúlar:
hafði sprungið alveg við hlið-
ina á mér. Ég reyndi að rísa
upp, en ég gat hvorki hreyft