Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 26
24
tjRVAL
hefði hann alizt upp meðal apa,
hefði hann aldrei lært að ganga
uppréttur,
Leikir apans voru einnig að
mörgu leyti líkir og hjá börn-
um, en það var þó ekki dreng-
urinn, sem gaf honum fordæm-
ið, því að apinn hafði venjulega
ráð fyrir þeim báðum, þar sem
hann var sterkari og fljótari að
færa sig úr stað.
Eins og börnum er títt, þótti
apanum gaman að missa hluti
og láta rétta sér þá aftur, og
honum var mjög tamt að nota
fæturna við leiki sína. Honum
þótti gaman að draga teppi eða
dregil á eftir sér í stórum hring,
og horfði þá aftur fyrir sig, á
það sem hann dró. Hann brosti
ánægjulega þegar móðan frá
andardrætti hans settist á rúou
og krotaði þá á rúðuna, rétt eins
og börn gera.
Þegar hann var kominn í
rúmið á kvöldin, lék hann sér
að því að draga sængina upp
yfir höfuðið og gægjast svo
út undan henni. Honum þótti
gaman að láta drenginn eða
börn, sem komu í heimsókn, elta
sig, og þegar hann hafði falið
sig á bak við einhvern hlut,
kíkti hann á þá, sem eltu hann.
Ef sá sem elti apann ætlaði að
ná honum, hljóp hann í hinn
enda herbergisins til þess að
halda leiknum áfram. Þessi
eltingaleikur breyttist oft þann-
ig, að sá sem elti reyndi að
koma þeim, sem eltur var, íopna
skjöldu og gera hann þannig
forviða. Ef drengurinn byrjaði
slíkan leik, fór hann á bak við
eitthvað, þar sem hann gat fal-
ið sig, gægðist síðan fram und-
an og hóaði í apann. Þegar þeir
voru tveir saman, gekk ekki á.
öðru en leikjum og ærslum, en
væri annar tekinn, hætti hinn.
Þegar sjónskerpa apans og
drengsins voru rannsökuð, kom.
í ljós, að apanum var illa við
sterka birtu, en hann var fljót-
ari að taka eftir hverri smá
hreyfingu í kringum sig. Hon-
um þótti, eins og börnum, mjög
gaman að myndabókum, eink-
um litmyndum eða myndum,
sem voru skýrt greindar
með línum, sem dregnar voru
kringum þær. Hann reyndi að
ná hlutunum, sem myndimar
sýndu, og þegar hann sá mynd
af kextegund, sem honum þótti
góð, teigði hann varirnar niður
á myndina. Heyrn hans var
mjög skörp, sérstaklega heyrði
hann vel dauf og ógreinileg
hljóð. Viðbragðsflýtir hans við