Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 119
VÍKINGASKIPIÐ „TjLFURINN'
117
skafa hrúðurkaría af botni
skipsins.
Eftir að hafa verið í lestinni
eina nótt á þessum undurfagra,
en ilia stað, hötuðum við fang-
amir hann meira en nokkum
annan stað í heimi. Nerger ætl-
aði sér ekki að láta fangana
strjúka, og enda þótt það virtist
ómögulegt að láta 200 manns
hýrast niðri í loftlausri lestinni,
vorum við reknir niður um
kvöldið.
Það var cins og ægileg mar-
tröð. Lestarrúmið var 40 fet á
lengd, 30 fet á breidd og loft-
hæðin 12 fet. Stálplöturnar voru
heitar eftir sólskinið um dag-
inn. Það var eins og í tyrknesku
baði, og loftið var þrungið rotn-
unardaun. Þegar við vorum allir
komnir niður, bættist svitaþef-
ur og líkamshiti 200 manna við;
það virtist ólíklegt, að við lifð-
um til morguns. Jafnvel gömlu
þræíaskipin gátu ekki verið
verri. Við hnöppuðumst más-
andi að loftræstingaropinu, en
margir lágu á gólfinu, sem var
vott af svitanum.
Meadows skipstjóri — sem
rann út í svita — sneri sér að
verðinum við uppganginn og
krafoist þess, að fá að tala við
liðsforingjann. Varðmaðurinn
færðist undan, en þrái Meadovvs
varð þess loks valdandi, áð
skilaboð voru send. Von Oswalö
kom, og í fylgd með honum
skipslæknirinn. Þeim leizt báð-
um illa á ástandið. En þrátt
fyrir milligöngu þeirra neitaði
Nerger skipstjóri að hleypa
okkur upp á þilfar, en hann
leyfði þó, að tekið væri ofan áf
einu homi lestarinnar. Hann
vildi ekki hætta á strok af
hálfu fanganna — jafnvel þótt
líf lægi við.
Enginn dó — ekki þessa nótt
— en það var hreysti fanganna
að þakka einni saman. Það var
furða, hve vel þeir þoldu þessa
hræðilegu meðferð og hve vel
þeir báru sig.
Næstu nætur voru eins. Það
var ómögulegt að venjast hitan-
um og óþefnum í þessu víti. En
ég var svo heppinn að vera
fluttur í sjúkraklefa skipsins
skömmu síðar, og hann var eins
og paradís samanborið við lest-
ina. Hinir fangarnir urðu að
þola þetta í 13 daga. Þá var upp-
skipuninni úr Matunga lokið og
Wolf hélt til hafs, eftir að hafa
sökkt hinu rúna, hertekna skipi
eins og venjulega.
Nerger sigldi nú yfir Java-