Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 17
EINU SINNI
15
— Heldur þú að ég sé að
smjaðra fyrir þér og láta þig
ímynda þér, að þú sért sá fyrsti,
sem ég hefi raunverulega . . .
raunverulega...
— Ég veit ekki, svaraði ég.
Við erum engin smábörn.
Hún starði á mig.
— Ég hefi vitað það lengi,
sagði ég, að ég er frábrugðinn
hinum og kemst ekki eins langt
og þeir.
— Gremst þér vegna þín
sjálfs? spurði hún glettin.
Ég yppti öxlum og horfði
beint í augu hennar. Hún kvaldi
mig, en ég gafst ekki upp.
— Ég ætla mér ekki að
fremja sjálfsmorð, svaraði ég.
— Maður deyr nógu snemma
fyrir því, sagði hún, og fór að
dansa á rúminu.
Ég elskaði hana. Hún þorði
að lifa, já meira að segja af-
dráttarlaust.
— Þegar þú hugsar um ævin-
týrin þín — þá hljóta að vera
nokkrir — enda þótt þú sért
ekki nema þrjátíu og eins árs.
— Ekki margir — en nokkrir.
Og þú leggur áherzlu á þrjátíu
og eins! sagði hún og hló.
— Hvernig verður þér inn-
anbrjósts, þegar þú hugsar tii
þeirra ?
Hún hleypti brúnum og það
brá fyrir skugga á andliti
hennar.
— Það er eitthvað fallegt við
þá alla, sagði hún og andvarp-
aði. Karlmenn eru að minnsta
kosti afskaplega skemmtilegir.
— Ef þeir eru ekki í vasaút-
gáfu, sagði ég glettnislega.
Hún hló. Ávalar axlir hennar
gljáðu eins og fílabein. I hand-
arkrikanum var daufur, brún-
leitur skuggi.
— Nei, sagði hún og lyfti
skyndilega höfðinu og horfði ró-
lega í augu mér. Ég þarf ekki
að skammast mín fyrir neitt.. .
Það er að segja . . . nei, það er
ekkert, sem ég þarf að skamm-
ast mín fyrir.
— Ég trúi þér, sagði ég. Og
þú hefir ekki gert neitt, sem
myndi hneyksla mig. Eða hef-
irðu gert það?
Mér leið illa, þegar ég bar
fram þessa spurningu. Hún leit
á mig og yppti öxlum.
— Ég veit, að þú hefir ekki
gert það, sagði ég. Ævintýri
þín hafa verið heiðvirð. Þau
hafa haft meira gildi fyrir karl-
manninn en þig.
Skuggarnir af fögrum, ávöl-
um brjóstum hennar voru blæ-