Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 9
KRABBAMEIN
7
sem við þurfum að fá vitneskju
um.
Það er erfitt að kveða niður
þá kenningu, að krabbamein sé
smitandi. Ekki er þó vitað að
nokkurntíma hafi krabbameins-
sjúklingur smitað lækni, hjúkr-
unarkonu eða nokkurn meðlim
fjölskyldu sinnar. Ég þekki að
að minnsta kosti einn lækni,
sem gróðursetti dáiítið af
krabbameinsvef undir húð sína,
en ekkert gerðist. 1 meira en 30
ár hefir mikill fjöldi af rottum
og músum verið notaður 1 til-
raunaskyri við krabbameins-
rannsóknir, og ekkert einasta
dæmi um smitun hefir átt sér
stað. Við verðum því að líta í
aðra átt, til að uppgötva hvern-
ig krabbamein byrjar.
Við skulum fyrst athuga húð-
krabbamein. Það er miklu al-
gengara hjá hvíturn mönnum
mönnum en dökkum. Það kem-
ur næstum alltaf á bert hörund,
svo sem hendur, andlit og háls.
Dauðsföll af húðkrabbameini í
suðvestur ríkjurn Bandaríkj-
anna, Texas, og Arizona, þar
sem loftið er þurrt og sjaldan
skýjað, eru næstum helmingi
fleiri tiltölulega en í Nýja Eng-
landi. Húðkrabbi er tíður meðal
sjómanna og annara, sem vinna
útistörf í misjöfnu veðri.
I rannsóknarstofum er hægt
að framkalla húðkrabba eftir
vild á músum, með því að láta
þær vera nokkrum sinnum í
viku í fjóra til fimm mánuðiíút-
fjólubláum geislmu. Húðkrabba-
mein er hægt að lækna, áður en
það étur sig inn, svo framarlega
sem sjúklingurinn leitar nógu
snemma ráða hjá hæfum lækni.
Húðkrabbi er ekki mjög algeng
dauðaorsÖk.
Öðru máli er að gegna um
krabba í maga og þörmum. Sjö-
undu hverja mínútu deyr mað-
ur úr honum í Bandaríkjunum.
Enginn veit hvað orsakar
krabba í meltingarfærum. Það
geta verið vissar fæðutegundir
eða mataræði, og of mikið af
einhverjum hormónum, sem
örfa til ofvaxtar í frumum
magans. Ilann getur orsakast
af vitamínskorti og loks getur
hann stafað af einhverri alger-
lega óþekktri ástæðu.
Ef við svo athugum krabba-
mein í lifur, þá er það algeng-
asta tegund í Batavíu, Singa-
pore og Manilla. I Ameríku aft-
ur á móti er það tæplega 7% af
krabbameinsdauðsföllum. Þessi
mismunur getur orsakast af