Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 34
32
tTRVAL
fyrir sér. Það er spurning um
tíma, vilja og getu, að dæma
réttilega um reynslu síðari
heimsstyrjaldarinnar. Ef það,
sem koma skal, kemur ekki
fljótt, hverfur ekki aðeins aðall-
inn, heldur einnig borgarastétt-
in, en með henni tel ég faglærða
verkamenn.
7. spurning:
Hvaða þýðingu haldið þér að
atomsprengjan hafi í framtíð-
inni?
Svar:
Sá, sem ræður yfir atom-
sprengjunni, þ. e. leyndardómi
hennar, hefir örlög heimsins í
hendi sér. Atomsprengjan mun
verða æ fullkomnari. Ef Banda-
ríkin geta ekki gætt leyndar-
dómsins og haldið forustu sinni
á þessu sviði, þýðir það endalok
heimsins.
8. spurning:
Mun skipulag, svipað hinu
rússneska, breiðast út um allt
Þýzkaland á næstu árum?
Svar:
Það er ekki undir þýzku þjóð-
inni komið, heldur raunveruleg-
um áformum brezk-amerísku
ríkjanna, og hversu fús þau eru
að berjast fyrir hagsmunum
sínum.
9. spurning:
Hvaða stjórnmálamaun álític
þér mestan: Churchill, Roose-
velt eða Stalin?
Svar:
Stalin.
10. spurning:
Er sá orðrómur sannur, að'
Svíþjóð eigi það fyrst og íremst
yður að þakka, að Þýzkalanc
réðist ekki á hana?
Svar:
Ég tel mig hafa átt mikinn
þátt í að spoma við því, að Sví-
þjóð drægist inn í ófriðinn. Ég
tók ábyrgð á því gagnvart for-
ingjanum, að Svíþjóð inyndi á-
valt verða hlutlaus.
Þegar Gústaf Svíakonungur
skrifaði hið fræga bréf sitt tit
foringjans, var það að nokkra
leyti fyrir mína tilstilli.
11. spurning:
Teljið þér, að réttarhöldin í
Niirnberg verði þess valdandi.
að nýr alþjóðadómstóll verði
stofnaður, þar sern því verði ein-
róma slegið föstu, að persónu-
leg ábyrgð hvíli jafnan á for-
ustumönnuniun í styrjöldum
framtíðarinnar?
Svar:
Ég vona það, en er ekki trú-
aður á það.