Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 79
HVAÐ A ÖGIFTA KONAN AÐ GERA?
77
Ógift stúlka, sem býr í gisti-
íaúsi, á við marga erfiðleika að
atríða. Hún getur ekki verið út
af fyrir sig, hana skortir örygg-
ístilfinningu, hún á ekki hús-
iuunina sjálf o. s. frv., og allt
verður þetta til að skapa henni
óánægju og gremju.
En að búa ein?
Flestir, sem kynnt hafa sér
þessi mál, hallast að því, að bezt
sé að ógifta stúlkan búi ein sér,
enda þótt hún hafi ekki nema
eitt herbergi. Stúlka, sem hafði
verið ráðskona í kvennaskóla í
mörg ár, sagði: „Þegar ég fékk
mína eigin íbúð, var ég fegnust
bví að vita, að ég gæti átt ró-
lega nótt — enginn nemandi
kæmi og berði að dyrum.“
Aðrar stúlkur lýsa ánægju
sinni yfir því, að eiga húsgögn-
in sjálfar. Þær, sem kviðu fyrir
húsverkum, komust að raun
um, að þau voru ákjósanleg til-
oreyting frá skrifstofunni.
En hér er þó nokkur háski á
ferðum, því að margar stúlkur,
sem búa einar sér, hirða ekki
um að elda hollan og góðan mat.
Þetta mun vera ein af ástæð-
um þess, að dánartala ógiftra
kvenna yfir sextugt er miklu
hærri en giftra kvenna á sama
aldri.
Sumar ógiftar stúlkur hafa
leyst vandann með því að búa
saman tvær, þrjár eða fjórar.
Ef samkomulagið er gott, er
slíkt sambýli mjög ákjósanlegt.
Hvað getur ógift stúlka hlot-
ið í staðinn fyrir ástina, sem
talin er eðlileg fylgja hjóna-
bandsins? f fyrsta lagi verður
hún að viðurkenna þá stað-
reynd, að mjög lítil líkindi eru
til þess, að ógift stúlka yfir
þrítugt muni giftast. Hún verð-
ur að gera sér ljóst, að hjóna-
bandið er fullkomið ævistarf.
Hjónaband getur að vísu veitt
tækifæri til þess að öðlazt ham-
ingju, en það tryggir hana ekki;
það sýna hjónaskilnaðirnir.
Þrátt fyrir það skapar til-
finningalíf ógiftrarstúlkumörg
og mikil vandamál. Séra Her-
bert A. Gray, skrifar í bók sinni,
Karlmenn, konur og guð: „Hlut-
skipti ógiftu stúlkunnar veldur
henni duldu angri, ófullnægðum
þrám og stundum ákafri böl-
sýni. Á aldrinum 25—30 ára
verður bölsýnin mest. Tilfinn-
inganæmar stúlkur kvelja sig
með spurningunni um það, hvað
þær hafi gert illt af sér, því að
öll bölsýni er nátengd sektartil-
finningu.“