Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 100
ÚRVAL
'98
œinjar eftir forfeður mann-
kynsins.
Hvaða þýðingu hefir það,
þegar steinverkfæri finnast í
malarf arvegum, sem liggja
bátt? Það þýðir, að mennirnir,
sem gerðu verkfærin, skildu
þau eftir á jörðinni nálægt
ánni, og með tímanum, eftir því
sem áin braut landið, lentu þau
i vatnsflaumnum, bárust fram
með honum og máðust. Það er
sjaldgæft að finna slík verk-
færi á þeim stöðvum, þar sem
mennirnir bjuggu og skildu þau
eftir. Þó er kunnugt um einn
slíkan fund, hjá Torralba á Mið-
Spáni, og var hann sex fet und-
ir yfirborði jarðar, í gömlum
vatnsbakka. Þar fundust stein-
■exir og bein úr þrjátíu fílum af
útdauðri tegund — Elephas
antiqus, ásamt leifum annara
■dýra, svo sem nashyrninga, uxa,
bjarta og hesta — en á þessum
dýrum höfðu frumbyggjarnir
lifað, sem dvöldu þarna á vatns-
bakkanum. Og hjá Olorgesailie
í Kenya hefir dr. Leakey ný-
lega fundið minjar um svipaðan
bústað á gömlum vatnsbakka.
En þar voru mörg gólf, hvert
yfir öðru, sem gáfu til kynna,
að búið hefði verið á sama stað
nm langan tíma. 1 hverju góifi
fundust fjölda mörg verkfæri
og (eins og í Torralba) mikið
af beinum útdauðra dýra. Af
þessum fundum getum við ráð-
ið, að forfeður mannkynsins
hafi verið veiðimenn og kjötæt-
ur. En af öllum þeim hlutum,
sem þeir smíðuðu eða notuðu,
eru aðeins steinverkfæri eftir,
og þau geta lítið frætt okkur
um heila og hendur þeirra
manna, sem gerðu þau. Við höf-
um ekki fundið nema fáein bein
úr frummanninum sjálfum; bein
úr Pekin- og Javamönnunum,
sem eru náskyldir, Iíeidelberg-
kjálkann og hauskúpumar frá
Piltdown í Sussex og Swans-
combe í Themesárdalnum.
Hvers konar mann getum við
endurskapað, með hliðsjón af
þessum beinum? Pekin- og
Javamennirnir, en af þeim hefir
ekki fundist annað en haus-
kúpurnar, eru mjög frumstæðir,
með lágt enni, framstæðar
augnabrúnir og mikil og breið
nefbein. Af Heidelbergmannin-
um hefir ekkert fundist nema
kjálkinn; hann er mjög sterk-
legur og hakan er afslepp eins
og á apa, en tennurnar eru ótví-
ræðar mannstennur. Piltdown-
og Swanscombe hauskúpurnar
bera með sér skyldleika við nú-