Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 111
VÍKINGASKIPIÐ „ÚLFURINN“
109
ekkert væri skilið eftir, sem
gæti vakið grun.
Okkur föngunum var leyft að
vera uppi á þiljum til sólseturs,
og eitt kvöld þyrptumst við aft-
ur í skutinn, til þess að skýla
tveim úr hópnum, sem ætluðu
að strjúka. Mennirnir létu
síg falla í sjóinn og hugðust
synda til lands, en þarna var
fullt af hákörlum, og það spurð-
ist ekkert til þeirra framar. Við
nafnakallið um kvöldið svaraði
einhver fyrir þá. Þeirra var
ekki saknað fyrr en Wolf var
kominn langt út á haf.
Liðsforinginn, sem var yfir
föngunum, von Oswald að nafni,
var ungur Prússi, myndarlegur
og virðulegur. Hann reyndi
jafnvel að halda virðuleik sín-
um þegar hann gekk ofan
lestarstigann, og var það þó
enginn hægðarleikur. Hvíti gull-
bryddaði einkennisbúningurinn
hans var tandurhreinn. Flibbinn
var svo hár og stífur, að ókleift
var að hreyfa hálsinn — liðs-
foringinn varð að snúa öllum
Iíkamanum, ef hann þurfti að
líta til hliðar.
En þegar þessi skrautbúni,
ungi maður varð þess var, að
tveir fanganna voru stroknir,
hvarf virðuleikinn eins og dögg-
fyrir sólu, og hann fékk eitt af
þessum reiðiköstum, sem eru al-
kunn meðal þýzkra liðsforingja.
Hvernig Þjóðverjar hafa
fengið það orð á sig, að þeir
séu rólyndir, er harla dularfullt
fyrir þá, sem hafa kynnst þeim.
Venjulegur Þjóðverji er miklu
örlyndari en venjulegur ítali.
Hrakyrði von Oswalds, þegar
hann varð var við strokið,
minntu mann á kaupmangara í
Port Said, sem rændur hafði
verið varningi sínum. Hann
hljóp upp á þiljur og niður aft-
ur, hann öskraði og bölvaði á
blendingi af þýzku og ensku og
augun ætluðu út úr höfði hans.
— Þetta er ákaflega dónalegt,
hreytti hann út úr sér að lok-
um. Hugsið ykkur — hingað til
hafið þið ekki verið fangar —
þið hafið verið gestir þýzku
flotastjórnarinnar!
(Við þessi orð göptu fang-
arnir af undrun).
— Það er ákaflega ruddalegt
fyrir gest að hlaupast á brott.
Og nú — og nú eru þið ekki
gestir lengur. Þið eruð fangar.
Hann gekk að stiganum og
bætti við: — Þið eruð ókurteis-
ir. Ákaflega ókurteisir. Ég skal
sýna ykkur, hvað það kostar að
strjúka — óræstin ykkar.