Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 111

Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 111
VÍKINGASKIPIÐ „ÚLFURINN“ 109 ekkert væri skilið eftir, sem gæti vakið grun. Okkur föngunum var leyft að vera uppi á þiljum til sólseturs, og eitt kvöld þyrptumst við aft- ur í skutinn, til þess að skýla tveim úr hópnum, sem ætluðu að strjúka. Mennirnir létu síg falla í sjóinn og hugðust synda til lands, en þarna var fullt af hákörlum, og það spurð- ist ekkert til þeirra framar. Við nafnakallið um kvöldið svaraði einhver fyrir þá. Þeirra var ekki saknað fyrr en Wolf var kominn langt út á haf. Liðsforinginn, sem var yfir föngunum, von Oswald að nafni, var ungur Prússi, myndarlegur og virðulegur. Hann reyndi jafnvel að halda virðuleik sín- um þegar hann gekk ofan lestarstigann, og var það þó enginn hægðarleikur. Hvíti gull- bryddaði einkennisbúningurinn hans var tandurhreinn. Flibbinn var svo hár og stífur, að ókleift var að hreyfa hálsinn — liðs- foringinn varð að snúa öllum Iíkamanum, ef hann þurfti að líta til hliðar. En þegar þessi skrautbúni, ungi maður varð þess var, að tveir fanganna voru stroknir, hvarf virðuleikinn eins og dögg- fyrir sólu, og hann fékk eitt af þessum reiðiköstum, sem eru al- kunn meðal þýzkra liðsforingja. Hvernig Þjóðverjar hafa fengið það orð á sig, að þeir séu rólyndir, er harla dularfullt fyrir þá, sem hafa kynnst þeim. Venjulegur Þjóðverji er miklu örlyndari en venjulegur ítali. Hrakyrði von Oswalds, þegar hann varð var við strokið, minntu mann á kaupmangara í Port Said, sem rændur hafði verið varningi sínum. Hann hljóp upp á þiljur og niður aft- ur, hann öskraði og bölvaði á blendingi af þýzku og ensku og augun ætluðu út úr höfði hans. — Þetta er ákaflega dónalegt, hreytti hann út úr sér að lok- um. Hugsið ykkur — hingað til hafið þið ekki verið fangar — þið hafið verið gestir þýzku flotastjórnarinnar! (Við þessi orð göptu fang- arnir af undrun). — Það er ákaflega ruddalegt fyrir gest að hlaupast á brott. Og nú — og nú eru þið ekki gestir lengur. Þið eruð fangar. Hann gekk að stiganum og bætti við: — Þið eruð ókurteis- ir. Ákaflega ókurteisir. Ég skal sýna ykkur, hvað það kostar að strjúka — óræstin ykkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.