Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 12
10
tíRVAL
fyrst og fremst þrennt nauðsyn-
legt. Tími, peningar og þekking.
Við þurfum að fá fólkið til
þess að láta rannsaka sig fyrir
krabbameini á sex mánaða
fresti. Ef allir gerðu það, mundi
vera hægt að bjarga með þeim
ráðum sem þegar eru kunn, að
mixmsta kosti þriðja hluta af
þeim 17 miljónum Bandaríkja-
manna, sem ætla má að deyi úr
krabbameini, ef ekkert verður
að gert.
En við þurfum miklu fleiri
spítala og fleiri rannsóknarstof-
ur, og meira af nýtízku vrndra-
áhöldum, svo sem rafeindasmá-
sjám, o. s. fr. Við getum fært
út verksvið okkar á grundvelli
frumeindarannsóknanna, sem
hafa ótæmandi möguleika,
einnig á sviði krabbameinsrann-
sókna og lækninga.
Við skulum hafa í huga, að
með því að rannsaka krabba-
frumuna, erum við að leitast við
að leysa mesta leyndardóm lífs-
ins sjálfs. Það er aðeins með
hjálp hinna nýju dásamlegu
uppgötvana, að við getum von-
ast eftir að vinna sigur.
Við þurfum einnig fjármagn
til að þjálfa unga vísindamenn,
sem eru fúsir til að gera
krabbameinsstarfsemi að lífs-
starfi sínu. Við getum ekki ætl-
ast til að þeir yfirgefi konur og
börn, og lifi í fátækt fyrir þau
fríðindi, að fá að bjarga lífi
okkar.
Gizkað er á, að baráttan við
krabbameinið kosti að minnsta
kosti 100 miljónir dollara.
Þetta samsvarar því, að sérhver
Bandarikjamaður sem búast má
við að deyi úr krabbameini,
greiði árlega í 5 ár 1,20 dollara.
Það virðist sannarlega ekki of-
mikið.
I styrjöldinni, frá árásinni á
Pearl Harbor þangað til sigur
vannst á Japönum, eyddum við
317 miljörðum dollara, og 280
þúsund manns létu lífið. Á sama
tímabili dóu í Bandaríkjunum
607 þúsundir úr krabbameini,
og ríkið varði tveim miljónum
dollara í baráttu við sjúkdóm-
inn. Niðurstaðan verður þá
þessi: Meira en tvöfalt mann-
tjón, en tilkostnaður aðeins 1 á
móti 159000. Við getum ekki
unnið baráttuna með þessu
móti.
eo ★ oo