Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 121
VÍKINGASKIPIÐ „ÚLFURINN'
119'
kominn austur fyrir Malakka-
sundið og inn í skipaþvöguna á
ný. Næstu fimm daga var hald-
ið yfir Javahafið og stefnt á
Indlandshaf, og farnar króka-
leiðir. Aðfaranótt sjötta dags-
ins urðum við þess varir, að
skipið fór að rugga, og þá viss-
um við, að það væri komið úr
allri hættu, út á opið haf.
Næstu dagar voru hinir
skemmtilegustu, sem við höfð-
um lifað, frá því að við komum
um borð. Hljómsveitin fór aftur
að leika. Slakað var á aganum,
og föngunum var leyft að koma
upp á þilfar. Skipshöfnin var í
bezta skapi. Sjóliðarnir voru
vissir um, að skipið yrði kyrr-
sett í einhverri af hollenzku ný-
lendunum — ef til vill Bataviu
— innan fárra vikna. Enginn
þeirra hafði hugmynd um, að
Nerger hafði í hyggju að sigla
skipi sínu til Þýzkalands.
Einn morgun, þegar við vor-
rnn að borða morgunverð, var
hættumerki gefið, stálhlerarnir
voru dregnir frá og fallbyssun-
mn ýtt fram. En þetta reyndist
vera æfing. Þegar æsingin var
um garð gengin, kom í ljós, að
stýrimaður af einu af amerísku
skipunum, var látinn. Hann
gekk með hjartasjúkdóm. Það
var undarlegt, hve lengi hami
lifði, því að þetta ferðalag vai'
ekki hollt fyrir mann meó
h j artas júkdóm.
Nerger skipstjóri var ákaf-
lega fastheldinn á siði og kurt-
eisisreglur; hann var viðstadd-
ur allar útfarir og lét þær fara
fram eftir fyllstu siðareglum.
Það var enginn skortur á fán-
um hlutlausra þjóða eða banda-
manna um borð; þeir voru oft
dregnir að hún. Látnir fangar
voru sveipaðir í fána lands síns,
er þeim var varpað fyrir borð.
Útför þessa ameríska sjó-
manns var hátíðleg athöfn.
Skipið var stöðvað og látni
maðurinn var sveipaður Banda-
ríkjafánanum. Nerger og menn
hans stóðu öðru megin á þilfar-
inu og fangarnir hinumegin.
Svo var lesin bæn, það heyrðist
skvamp í sjónum, og vélarnar
fóru aftur á stað.
Fyrsti grunurinn um það, að
ekki myndi vera ætlunin að láta
kyrrsetja Wolf í Bataviu, vakn-
aði, er ferðinni var haldið áfram
beint í vestur, fram hjá hinum
öruggu svæðum suður af Java
og Sumatra. Skipshöfnin varð
aftur þungbúin og kvíðin. Við
vorum kolalitlir, og skyrbjúg-