Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 62
60
ÚRVAL
rótunum, en ekki því, að urn
nokkurt „lífsstarf" sé að ræða.
Hvað eru krókódílstár?
Uppgerðargrátur eða upp-
gerðarsorg eru stundum kölluð
krókódílstár. Orðið er runnið
frá gömlum bábiljum, að krókó-
dílar stynji og andvarpi eins
og nauðstaddir menn, til að
tæla að sér ferðamenn. Önnur
útgáfa þessarrar trúar er það,
að krókódílar tárfelli yfir bráð
sinni meðan þeireruaðétahana.
Augu krókódíla gefa frá sér
vökva til að halda þeim rökum,
en þeir hafa enga tárakirtla og
,,gráta“ ekki í venjulegum skiln-
ingi. Vísindamenn segja þó, að
vatnskenndur vökvi seitli úr
augum krókódíla og allígatora
þegar þeir reyna að kingja ein-
hverju, sem er of stórt fyrir þá.
Hvað veldur þrumum?
Margar tilgátur hafa komið
fram um það, hvað valdi þrum-
um. Grísku heimspekingarnir
töldu að þrumur stöfuðu af því,
að ský rækjust hvert á annað.
Á síðari tímum hefir almennt
verið álitið meðal vísindamanna,
að þrumugnýrinn verði til þeg-
ar loft streymir inn í þynn-
inguna, sem myndast við hit-
ann frá leiftrinu. Flestir eru nú
fallnir frá þessari skoðun. Veð-
urstofa Bandaríkjanna telur
þrumugnýinn vera beina afleið-
ingu þess, hve loftið þenst
geysilega út í braut leiftursins,
vegna hitans, rafmögnunar og
sennilega einnig klofningar
loftsameindanna. Samkvæmt
þessari kenningu sundrast
sameindir (molekyl) loftteg-
undanna þegar leiftrið smýgur
gegnum loftið. Hver hinna nýju
sameinda er hérumbil eins rúm-
frek og sú, sem sundraðist, og
afleiðingin verður snögg og
geysimikil útþensla, svipað og
þegar dynamit springur. Styrk-
leiki þrumugnýsins, sem leiftrið
veldur, fer einkum eftir stærð
leiftursins og nálægð áheyr-
andans. Vegna þess, að hlutar
leiftursins eru í mismunandi
fjarlægð frá heyrandanum,
verður gnýrinn langdreginn.
Hraði hljóðsins er um kílómet-
er á þrem sekúndum, og þrum-
ur má heyra í fimmtán kíló-
metra fjarlægð og jafnvel allt
að fimmtíu kílómetra fjarlægð,
þegar skilyrði eru heppileg.
Hinn langdregni gnýr, sem oft
gerir þrumur mjög áhrifamikl-
ar, stafar af bergmáli frá skýj-
um eða að hljóðið kastast fram