Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
á húsin, sera aldrei voru byggð,
og bílana og útvarpstækin, sem
aldrei voru smíðuð.
Á svipaðan hátt fer í hvert
skipti, sem reynt er að fækka
óþörfum skrifstofumönnum í
opinberum skrifstofum. Menn
geta verið vissir um, að hávær
mótmæli kveði við: Það er ver-
ið að skerða þjóðartekjurnar
með því að svifta þá kaupmætt-
inum! Hér rekum við okkur aft-
ur á brotnu rúðuna. Menn
gleyma því sem sé algerlega, að
þegar skrifstofumönnum hefir
verið sagt upp, geta skattgreið-
endurnir ráðstafað því fé, sem
áður fór í að greiða laun þeirra.
Tekjur og kaupmáttur skatt-
greiðendanna eykst, a. m. k. eins
mikið og tekjur og kaupmáttur
skrifstofumannanna minnkar.
En hér er ekki nema hálfsögð
sagan. Landinu vegnar ekki að-
eins eins vel án hinna óþörfu
skrifstofumanna, pví vegnar
lungtum betur. Skrifstofumenn-
irnir verða nú að Ieita inn á svið
framleiðslunnar — og þar geta
þeir því aðeins fengið atvinnu,
að þeir hjálpi við framkvæmd
nauðsynlegrar vinnu. 1 stað
þess að vera snýkjudýr, verða
þeir nýtir þjóðfélagsþegnar.
Ef við athugum þannig af-
leiðingar vissra hagfræðikenn-
inga og áætlana, ekki aðeins
með tilliti til augnabiiksáhrifa
á einstakar þjóðfélagsstéttir,
heldur með varanleg áhrif á
allar stéttir þjóðfélagsins í huga,
komumst við að niðurstöðuœ.
sem heilbrigð skynsemi hefði
raunar getað sagt okkur fyrir.
Ef manni væri ókunnugt um,
hvaða stefnu er hampað mest á
sviði hagfræðinnar á vorum
dögum, myndi manni aldrei
detta í hug, að það væri hagur
í því, að láta brjóta rúð-
ur fyrir sér; eða að það væri
annað en óþörf eyðsla, að stofna
til þarflausra framkvæmda; eða
að það væri búhnykkur fyrir
þjóðfélagið að íþyngja hinu op-
inbera með óþörfum skrifstofu-
mönnum.
Fjölmargt, sem virðist vera
skynsamlegt, þegar því er beitt
með tilliti til einnar stéttar,
reynist tál, þegar litið er á hags-
muni þjóðfélagsins í heild.