Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 46
44
tf R VAL.
fílarnir látnir rása nm frum-
skóginn eins og þá lysfir, en
þeir draga þá langa keðju á eft-
ir sér, sem myndar greinilega
slóð, hvar sem þeir fara. Þeir
bera. og bjöllu um hálsinn, sem
gefur til kynna, hvar þeirra sé
að leita.
Æviskeið fílanna er ekki ólíkt
mannsævinni. Ungir fílar eru
látnir fara að vinna 16 ára
gamlir og ná fullum þroska. 25
ára. Kvenfílar geta átt unga, er
þeir hafa náð 18 ára aldri, en
slíkt er þó fremur sjaldgæft.
Fílar, sem hafa náð 65 ára aldri,
eru óverkfærir, og þeir verða
sjaldan eldri en 75 ára.
Indverskir f ílar eru allt að níu
fet á hæð upp á herðakamb og
vega um fimm smálestir. Karl-
fílar hafa oft vígtennur, en ekki
nærri alltaf, og bezt vaxnir eru
þeir fílar, sem engar tennur
hafa. 1 Burma eru slíkir fílar
nefndir hmes. Það er sagt, að
tannlaus fíll geti sigrað tenntan
fíl með því að bregða rananum
um tennur hans og skella hon-
um um koll eða brjóta tennurn-
ar. Hvað sem um það er, þá er
hitt staðreynd, að tannlausir
karlfílar eru oft forustudýr fíla-
hjarðanna.
Fílar eru oftast meinlausir,
en stundum má þó hitta hættu-
leg dýr á meðal þeirra. Slíkir
fílar verða illir vegna þess, að
þeir eru særðir eða finna tii
sársauka í tönnum, en það eru
svipaðar kvalir og í slæmri
tannpínu.
Stundum komast karlfílar í
ástand, sem nefnt er musth. Það
stafar ekki af kynferðisæsingi,
heldur af aukinni starfsemi sér-
stakra kirtla í höfði fílanna.
Þegar fíll kemst í slíkt ástand,
verður að binda hann, unz kast-
ið er liðið hjá, að öðrum kosti
getur hann orðið hættulegur.
Einn af beztu fílum okkar fékk
musth og sleit sig lausan, og
reyndist ókleift að ná honum
aftur. Við reyndum að gefa hon-
um ópíum og hashish, með því
að blanda það saman við óhýdd-
an rís, en fíllinn át rísinn og
skildi deyfilyfin eftir. Við
reyndum einnig að snara hann,
en tókst ekki. Hann varð óður,
gereyðilagði eitt þorp og drap
tvo menn.
Einn af brezku verkstjórun-
um okkar tók sig til og veitti
fílnum eftirför í hálfan mánuð.
Eitt kvöld rakst hann á fílinn í
skógarrjóðri. Fíllinn stóð kyi’r
eitt andartak, síðan hnykkti
hann upp hausnum, vafði upp