Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 24
22
tjR VA L
Japan breyttist á hundrað ár-
um úr villimannaþjóð í eitt af
stórveldum heimsins.
Vegna slíkra atvika beina
sálfræðingar og þjóðfræðingar
athygli sinni að þjóðlegu arf-
gengi — siðvenjum, trú, erfða-
venjum, tækni og máli, að ein-
staklingarnir ósjálfrátt drekki í
sig áhrif þess þjóðfélags, sem
þeir fæðast í. Þessi skoðun hef-
ir gengið svo langt, að margir
vísindamenn halda því fram, að
í raun og veru sé enginn munur
á erfðum andlegum hæfileikum
hinna ýmsu kynstofna. Vissu-
lega hafa mörg gáfnapróf ekki
leitt í ljós neinn mismun á hæfi-
leikum hinna ýmsu þjóða.
Menn hafa talið það hyggi-
legast til þess að rannsaka
þýðingu eðlisávísunar uppeldis-
ins, erfðanna og umhverfisins,
að taka nýfæddan simpansa-
apa, þá dýrategund, sem er lík-
ust manninum að byggingar-
lagi, taugakerfi og heilabygg-
ingu, og ala hann upp í sama
umhverfi og ungbam. Prófessor
W. N. R. Kellogg, amerískur
sálfræðingur, og kona hans
reyndu þetta árin 1931—1932.
Þau náðu í sjö og hálfs mánaða
gamlan kven simpansa-apa og
ólu hann upp með syni sínum,
sem var 2\'» mánuðum eldri, í
9 mánuði. Apinn fékk pela, hann
var klæddur, baðaður, kjassað-
ur og farið með hann á hverj-
um degi eins og hann væri
barn. Honum var kennt að
ganga uppréttur, á sama háttog
börn. Það átti að kenna honum
að borða með skeið undir eins
og hann gæti matað sig sjálfur.
Mistök hans átti að leiðrétta á
sama hátt og þegar bömunum
er sagt til. Hann átti að vera.
meðlimur fjölskyldu fósturfor-
eldranna. Aldrei átti að líta á
hann sem leikfang, frekar en
mannlega veru. Sálfræðilegar
rannsóknir áttu að fara fram á
apanum og barninu meðan á
uppeldinu stæði.
Þegar tilraunirnar byrjuðir
var apinn 4 þumlungum hærri
en barnið og 9 pundum léttari.
Fætur hans voru styttri, en
handleggirnir miklu lengri.
Þroskun vöðva og beina apans
var eins og á 15 mánaða gömlu
bami. Þegar hann var 12 mán-
aða gamall hafði hann náðsama
andlegum þroska og ársgamalt
barn, hann var liðugur eins og
4 ára börn og sterkur eins og
8 ára börn. Þrátt fyrir styrk-
leika sinn, kunni hann ekki að
beita honum nema þegar hann