Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 108
VÍKINGASKIPIÐ „ÚLFURINN".
II REZKA flutningaskipið
Wairuna var að sigla fram
.hjá Sunnudagseyjunni á Suður-
Kyrrahafi, á leið frá Auckland
til San Francisco, hlaðið ull og
húðum. Það var 2. júní 1917, og
styrjöldin hafði staðið í nærri
þrjú ár.
Ég var í loftskeytaklefanum,
hafði lagt frá mér heyrnartæk-
ið og lá fyrir, þegar ég heyrði
allt í einu flugvélaþyt yfir höfði
mér. Sprenging kvað við rétt
hjá skipinu. Um leið og ég þaut
upp á stjómpall, kom háseti
hlaupandi til Saunders skip-
stjóra með skrifaða orðsend-
ingu, sem varpað hafði verið
niður á framþilfarið. Ilún var
á ensku: „Notið ekki loftskeyt-
in. Stöðvið vélamar. Hlýðið fyr-
irskipunum — annars verður
skotið á ykkur.“ Sjóflugvélin
steypti sér aftur og lét sprengju
falla rétt fyrir framan skipið,
til þess að undirstrika skipun-
ina.
Wairmia var í vonlausri að-
stöðu. í tæprar mílu fjarlægð
3á stórt skip og beindi byssum
sínum að okkur, og bátur, full-
ur af sjóliðum, var á leiðinni.
— Eyðileggðu dagbókina og
snertu ekki á senditækinu, sagði
Saunders skipstjóri við mig.
Ég hraðaði mér niður, stakk
dagbókinni og dulmálslyklunum
inn í eldholið á katlimun, og ég
var að Ijúka við að kasta sendi-
tækinu fyrir borð, þegar þýzkur
liðsforingi birtist í klefadyrun-
um. Hann hélt á skammbyssu
og tveir sjóliðar voru í fylgd
með honum, en hann var mjög
kurteis.
— Gott kvöld, sagði hann vin-
gjamlega. Gjörið svo vel að af-
henda mér skjöl yðar.
Honum þótti miður að grípa
í tómt, en við vomm þó leiddir
hæversklega inn í borðsalinn og
yfirheyrðir. Brytinn bar fram
te, og þýzki liðsforinginn drakk
þa.ð með okkur.
Stór hópur vopnaðra manna
hafði komið um borð midir
stjórn tveggja þýzkra liðsfor-
ingja. Þeir hröðuðu sér til fyr-
irfram ákveðinna stöðva á skip-