Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 112
110
TjRVAL
Fagnaðaróp gullu víð frá
„gestunum,“ sem voru ekki
lengur gestir, þegar von Oswald
iivarf upp stigann.
Það er gamall, þýzkur siður
— ólíkur venjum Breta — að
þýzkir foringjar láta gremju
sína í Ijósi með æðisgengnum
hrópum og skömmum. Eirm
sinni sá ég Nerger skipstjóra á
Wólf, sem var venjulega frekar
þögull, leika þennan leik. Einn
af hásetunum, sem skipað hafði
verið að moka kolum, kom til
starfsins í lafafrakka, með silki-
hatt á höfði og göngustaf í
hendi — en þessa hluti hafði
hann fengið úr herteknu skipi.
Skipstjórinn, sem stóð á stjórn-
pallinum, sá manninn við kola-
moksturinn í þessu búningi, og
orðbragð hans var afskaplegt.
Þessar æðisgengnu skammir
stóðu yfir í margar mínútur, og
það var skoplegt að horfa á
veslings hásetann, sem reyndi
að standa keikur á kolahrúg-
unni og bera sig virðulega undir
ræðunni. Ekki var það síður
einkennilegt, hve skyndilega
skipsstjórinn hætti skömmun-
um. Hann hélt rólegur áfram
göngu sinni um þilfarið eins og
ekkert hefði ískorizt.
Seint í júnímánuði sigldum
við með hálfri ferð á Tasman-
hafi, út af norðurodda Nýja
Sjálands. Orðrómur komst á
kreik um það, að við ættum að
leggja tundurdufl á þessu
svæði. f heilan dag var okkur
íóngunum haldið niðri í lest-
inni, við fengum jafnvel ekki að
fara á salernin uppi á þilfari.
Áhöfnin var að búa sig undir
verk næturinnar. Við heyrðum
sjóliðana vera að koma íyrir
rennum á þilfarinu, svo að tund-
urduflin gætu runnið aftur af
skutnum.
Gegnum göt á skilrúminu
í lestinni gátum við séð hvað
mörg dufl voru eftir — um 200.
Þau lágu í löngmn röðum og
voru fest á stálundirstöður;
þau voru eins og svört egg í
eggjabikurum. Það var ómögu-
legt að bægja þeirri hugsun frá
sér, hver örlög okkar yrðu, ef
sprengikúla lenti á skipinu. All-
an daginn skiftumst við á um
að kíkja gegnum götin og horfa
á sjóliðana, sem voru að vinna
við tundurduflin.
Duflin voru fest við undir-
stöðurnar með löngum vír, en
undirstöðurnar voi-u á hjólum
og mátti aka þeim eftir rennum
og ýta þeim út fyrir borðstokk-