Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 37
PAUL-HENRI SPAAK
35
befja bæri stjórnarsamvinnu
víð aðra flokka.
í marzmánuði árið 1935 bauð
Faul van Zeeland, hinn belgíski
fjármálasnillingur, er fenginn
hafði verið til að leysa f járhags-
vandamál Belga, sósíalistum að
taka þátt í myndun samsteypu-
stjórnar með sér. Spaak barð-
ist eindregið fyrir því innan
flokks síns, að þessu boði væri
tekið. „Ef þið getið ekki tekið
völdin í ykkar hendur með
byltingu,“ hrópaði hann, „ætt-
uð þio að minnsta kosti að geta
fengio einhverju framgengt
í stjómarsamstarfi vio aðra
flokka!“
Hann hafði sitt fram. Sósíal-
istar tóku þátt í stjómarmynd-
un, og Spaak var gerður að
samgöngumálaráðherra. Ári
síðar fól van Zeeland hinum
þrjátíu og sjö ára gamla Spaak
að fara með utanríkismál þjóð-
ar sinnar. Og frá 1936 til þessa
dags (að frátöldum fjórum
rnánuðum árið 1939) hefir
Spaak staðið af sér öll veður
í stjórnmálaheiminum og verið
ábyrgur fyrir utanríkisstefnu
Belga — þrátt fyrir ófriðinn,
útlegðina, endurheimt frelsis-
ins og útistöður við konung.
Þar eð liann var valinn til
þessa starfs af verkalýðnum,
var hann þess líka lengi minn-
ugur, að lcjósendur hans voru
öðrum fremur fulltrúar þjóðar-
heildarinnar. Ekki var hægt að
gæta hagsmuna verkalýðsins í
einu og öllu með verzlunarsam-
böndum, ef hagsmuna þjóðar-
heildarinnar var ekki gætt sem
skyldi heima fyrir. Af því
leiddi, að Spaak ásamt flokks-
bróður sínum, Ilenri de Man, er
keppti við hann um flokksfor-
ustuna, barðist fyrir stefnuskrá
„lýðræðislegs sósíalisma, er
starfaði áþjóðlegumgrundvelli.“
Spaak mælti með stefnu, þar
sem hagsmuna allra stétta þjóð-
félagsins væri gætt í stað þess
að skapa andstæöur þeirra á
milli.
Hann hagnýtti þessa stefnu
sem utanríkisráðherra Belgíu.
Utanríkismálastefna hans var
ávallt stefna þjóðarinnar, en
var aldrei skorinn stakkur
flokkshyggjunnar eða hinna
vinnandi stétta. Hann jók utan-
ríkisþjónustuna með nýjum
mönnum og bætti hana. Stjórn-
arerindrekar í Belgíu eru venju-
lega auðugir aðalsmenn, er hafa
katólska íhaldsstefnu að bak-
hjarli.