Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 33
RÖDD GÖRINGS
81
því að óhlutdræg málfærsla er
óframkvæmanleg og einnig
vegna þess, að ég átti að sjálf-
sögðu pólitíska f jandmenn;
hinir munu trúa orðum mínum,
að ég gerði allt, sem ég gat, til
þess að varðveita friðinn, og
þeir munu skilja, að þegar
ófriður var óumflýjanlegur,
gerði ég mitt ítrasta, til þess
að vinna stríðið.
Eftir 20 ár mun þýzka þjóðin
hafa það álit á mér, sem áróð-
urinn hefir haldið fram um mig
á þeim tíma, en eftir 50 ár mun
þýzka þjóðin, ef hún verður þá
við lýði, dæma mig og verk mín
réttlátlega.
ý. spurning:
í fyrri heimsstyrjöldinni
óttuðust þér ekki dauðann.
Hvers vegna létuð þér taka yð-
ur til fanga, úr því að þér, allt
til síðustu stundar, kröfðust
þess, að þýzku hermennirnir
fómuðu lífi sínu?
Svar:
Ég óttaðist hvorki dauðann í
fyrri heimstyrjöldinni né nú. Ég
gaf mig Bandamönnum á vald,
af því að ég taldi það nauðsyn-
legt með tilliti til þýzkra hags-
muna yfirleitt. Með því einu
móti var mögulegt — þar sem
foringinn hafði frarnið sjálfs-
morð — að skýra viðburðina af
ábyrgum aðila. Ég vil leggjá
áherzlu á það, að ég tel það hár-
rétt, að foringinn skyldi kjósa
að fremja sjálfsmorð.
5. spurning:
Teljið þér yður brautryðjanda
eða síðasta riddara hinnar borg-
arlegu þjóðfélagsskipunar ?
Svar:
Hvorugt. Ég er sannfærður
um, að nationalsósíalisminn var
síðasta tilraunin til að beina
hinni óhindruðu sósíalisku þró-
un inn á brautir, sem voru
skilyrði fyrir viðhaldi eldri
verðmæta. Nationalsósíalisminn
hugöist ekki viðhalda hinu út-
lifaða borgaralega þjóðfélags-
skipulagi.
Sósíalisminn er hugsjón fram-
tíðarinnar, en hann hefir aldrei
verið fjær því að vera fram-
kvæmdir en nú.
6. spurning:
Haldið þér, að þýzki aðallinn
verði áfram við lýði sem stétt?
Svar:
Þýzki aðallinn mun hverfa,
og því nœst allt, sem slíku nafni
er nefnt í heiminum. Mér finnst
oft og einatt, að Stalin hafi rétt