Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 98
ÉG DÓ FYRIR TVEIMUR ÁRUM
Í*S
í september var ég orðinn
jafn góður, að því er mér
fannst, og ég fór til foreldra
minna í Dzhershinsk. Eftir
tveggja og hálfs mánaðar hvíld,
ákvað ég að láta eitthvað verða
úr þessu síðara lífi mínu, og
lét innrita mig við Gorky verzl-
unarháskólann.
Ég lagði mikið að mér. Ég
var kosinn formaður í menning-
arfélagi skólans og tók á ýmsan
hátt þátt í skólalífinu. Ég fer á
skíðum, dansa, leik á mandó-
lín, og nýt þess lífs til fulls, sem
eitt sinn var frá mér tekið.
Hvernig þa'ö er, aö vera dáinn.
— Læknar og vinir spyrja
mig oft um það, hvernig það sé,
að vera dáinn. Og þegar ég
svara þeim á minn venjulega
hátt, yppta þeir öxlum. Svar
mitt er ofur einfalt: ,,Ég særð-
ist, sofnaði og vaknaði aftur.“
Valentin þagnaði og rak upp
hlátur.
— En ég get sagt yður eina
frétt — ég ætla a,ð fara að gifta
mig.
Negovski prófessor, sem hef-
ir ritað tvær bækur um reynslu
sína við lífgun dauðra, skrifar:
„Hinn læknisfræðilegi dauði
skeður um sex mínútur eftir
að öndunar- og hjartastarf-
semin hættir. Á þessum tíma.
hefir líkaminn ekki tekið nein-
um þeim breytingum, sem ekki
má bæta. Það er jafnvel hægt
að koma hjartanu til að slá á
ný eftir lengri tíma, en heilinn
getur ekki verið án blóðað-
streymis lengur en sex mínútur.
Af tíu tilfellum, þar sem við
höfum reynt að endurvekja
menn til lífs, hafa fimm heppn-
ast. í fjórum tilfellum hafa hin-
ir særðu dáið aftur, eftir að þeir
hafa verið lífgaðir við, og aðeins
í einu tilfelli hefir sjúklingurinn
ná sér fullkomnlega — nefni-
lega Cherepanov.
Það er skoðun Negovskis, að
unnt væri að lífga við margt
fólk, sem deyr, ef aðferð hans
væri notuð. Að hans áliti mun
sá tími koma, þegar vísindin
hafa fundið lyf til að lífga fólk
við, þó að það hafi verið dáið
lengur en sex mínútur.