Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 5
HAGFRÆÐILEGAR HUGLEIÐINGAR
3
tokum að jaínast með sköttum;
ef uppgjörinu er frestað, verð-
ur vandamálið aðeins erfiðara
viðfangs.
Ég á hér ekki við nauðsyn-
legar, opinberar framkvæmdir,
heldur hinar, sem taidar eru ó-
brigðular ráðstafanir til þess að
„skapa atvinnu“ eða „auka vel-
megun þjóðfélagsins." Það er
t. d. byggð brú. Ef bruarbygg-
ingin verður til þess að leysa
umferðarvandamál, eða létta á
umferðinni, er ekki nema gott
um hana að segja. En annað
verður upp á teningnum, ef brú-
in er byggð til þess að „skapa
atvinnu,“ því að ef það eitt er
markmiðið, verður notagildið
aukaatriði. I stað þess að kapp-
kosta að byggja brýr, þar sem
þeirra er þörf, rannsakar ríkið
nú, hvar möguleiki sé að byggja
brýr. Er ástæða til að leggja
nýja brú milli Xbæjar og Ybæj-
ar? í flýti er komið fram með
sannfærandi röksemdir, og þeir
sem efast um nauðsyn brúar-
innar, eru kallaðir nöldrunar-
seggir og afturhaldsmenn.
Setjum svo, að brúarbygging-
in veiti 500 mönnum atvinnu í
eitt ár, og setjum einnig svo, að
þessir menn hefðu að öðrum
kosti verið atvinnulausir. En
brúna verður að borga með
sköttum. Hver króna, sem renn-
ur til hinnar óþörfu brúar, verð-
ur að sækjast til skattgreið-
endanna. Ef brúin kostar fimm
miljónir króna, tapa skatt-
greiðendurnir fimm miljónum
króna, sem þeir hefðu getað not-
að til annars, sem þeir höfðu
raunverulega þörf fyrir.
í hvert skipti, sem hið opin-
bera setur mann í vinnu við
brúarbyggingu, glatast vinna
fyrir framleiðsluna. Við getum
séð mennina, sem vinna við
brúna, og við fáum þannig á-
þreifanleg rök fyrir þeirri full-
yrðingu, að „atvinna skapizt.“
En það er annað, sem við get-
um ekki séð, af því að það varð
að engu: öll sú vinna, sem ekki
var framkvæmd, af því að fimm
miljónir voru teknar af skatt-
greiðendunum.
Það eitt hefir skeð, að at-
vinnunni hefir verið beint í aðra
farvegi. Fleiri menn stunda brú-
arsmíði, en færri smíða bíla, út-
varpstæki og hús. Ríkið, sem
samþykkti að byggja brúna,
getur séð hana. En ef ráðamenn-
irnir hefðu ekki aðeins vanið
sig á að sjá hinar beinu afleið-
ingar, heldur og hinar óbeinu,
þá hefðu þeir einnig komið auga