Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 90
88
tÍRVAL.
stökkva alveg upp úr vatninu
til að grípa smáfiska úr hendi
gæzlumanns síns og keppa um
ástir hnýsukýr einnar við ann-
an tarf, sem áður hafði verið
handsamaður.
Áður en sjódýrasafnið var
stofnað, voru lifnaðarhættir
hnýsa og margra annarra sjó-
dýra, sem þar voru höfð í haldi,
aðallega, ágizkunarefni. Þetta
eru hinar fyrstu og einu hnýs-
ur, sem hafðar eru í haldi. Þeg-
ar safninu bættist hnýsukýr,
sem auðsjáanlega var með kálfi,
vakti það athygli meðal vís-
indamanna um öll Bandaríkin.
Þegar að því kom, að hún skyldi
verða ,,léttari“ — undarlega að
orði komizt um kvenveru í
heimsins stærsta sjávardýra-
safni — fékk hún heimsókn
fjölda sjávardýrafræðinga og
annarra vísindamanna,, auk
fréttakvikmyndara, sem hugð-
ust mundu verða vottar að
fæðingunni.
Kálfurinn fæddist þannig, að
sporðurinn kom fyrst. Jafn-
skjótt og hann var fæddur,
skildi móðixin á milli með því
að bíta sundur naflastrenginn.
Síðan tók hún að stjaka kálfin-
um upp á yfirborðið, svo að
hann gæti andað. Hún hélt
áfram tilraunum sínum, til að
halda honum upp úr, í nokkrar
klukkustundir, en því miður var
hann fæddur andvana eða hafði
dáið í fæðingunni, og kafarar
voru fengnir til að ná honum
upp til krufningar.
Athuganir, sem gerðar voru
um þetta lejrti, benda til þess,
að hnýsur leiti upp í grunna ár-
ósa eða nálægt ströndum, þar
sem grunnt er, til að ala af-
kvæmi sín, þar sem þægiiegt er
að kenna þeim að koma upp á
yfirborðið og draga andann á
hálfrar mínútu fresti. Kálfarn-
ir sjúga móður sína í sex mán-
uði eða svo, en skömmu eftir
fæðinguna virðast þeir geta
fylgzt með þeim, sem eldri eru,
á hinni hröðu og látlausu ferð
þeirra um höfin.
Smærri hákarlarnir, er sýndir
eru í sjávardýrasafninu, eru að
jafnaði veiddir í net með 18
þumlunga möskvum. Netin eru
lögð þvert fyrir víkur og voga,
eða á staði, þar sem gotí er til
matfanga fyrir hákarlinn, ná-
lægt skerjum og boðum. Þegar
þeir eru komnir í netin, eru
þeir innbyrtir með vindum. En
oft meiðast stórir hákarlar svo,
er þeir reyna að slíta sig lausa,
að þeir drepast fljótlega. Deyfi-