Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 132
Um loftsteina og „stjörnuhröp“
Sennilega skifta miljónum loftsteinamir, sem á degi
hverjum koma inn í gufuhvolf jarðar, en flestir eru þó ekki
stærri en sandkorn. Mörg „stjörnuhröp“ sem við sjáum, stafa
af loftsteinum sem eru á stærð við baun. Núningsmótstaðan
við loftið veldur miklum hita, og bráðna því steinamir eða
splundrast áður en þeir koma til jarðar. Það kemur þó fyrir
stöku sinnum, að loftsteinar falla alla leið til jarðar.
Vísindamenn, sem hafa hug á að „fljúga" út fyrir gufu-
hvolfið, hafa áhyggjur út af þessum loftsteinum. í himin-
hvolfinu úir og grúir af steinum og stjörnubrotum. Þessi
brot em aðalega úr silicon eða járni, og þjóta áfram á braut
sinni umhverfis sólu með allt að 100 km hraða á sekúndu.
Til samanburðar skal þess getið, að byssukúla fer u. þ. b.
iy2 km á sekúndu.
Hvaða líkur eru til þess, að „loftförin" þoli árekstur við
slík stjömubrot? Samkvæmt nýjustu athugunum er talið,
að ef loftfarið er tólf fet í þvermál og úr efni, sem er fjórð-
ungur þumlungs á þykkt, muni það ekki henda að meðaltali
nema einu sinni á hálfri öld, að venjulegur loftsteinn fari í
gegn um það. En venjulegur loftsteinn vegur ekki nema 1
milligram, eða er á stærð við örlítið korn.
Ef loftfarið er úr þynnra efni en y± þumlungs, eru miklar
líkur til að þessi litlu kom fari í gegn. Þessi efnisþykkt er
því það minnsta, sem til mála kemur.
Ef loftsteinn er á stærð við hnullung, yrðu afleiðingarnar
álíka og þegar skotið er á stuttu færi úr fgdlbyssum herskips
á lítið kaupfar. Loftfarið myndi farast og allir, sem í því
væru.
Þó loftsteinninn væri ekki stærri en hneta, myndi fara á
sömu leið. Hitinn, sem stafaði af árekstrinum, myndi granda
öllu kviku, og auk þess færi allt loft (súrefni) í loftfarinu
„út í veður og vind.“ Það er þó bót í máli, að loftsteinar á
stærð við hnetu em fágætir og dreifðir.
— Science Digest.
STEINDDRSPRENT H.F.