Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 50
Eru skilmngarvitin ekki
fleiri en i'imm ?
Skyggnst inn í sálarlífið.
Grein úr ,,The Listener“,
eftir Sir Cyril Bent.
CÁLFRÆÐINGURINN byrjar
á því að athuga sálarlífið
eftir ytri einkennum — hann
athugar andlitsdrætti, vaxtar-
lag og framkomu fólks, spyr
það spurninga og gerir að lok-
um á því vísindalegar tilraunir.
En hvernig getur hann komizt
að því, hvað þessi ytri einkenni
raunverulega þýða ? Hann getur
ekki smogið inn í höfuð manna
og sannreynt tilfinningar þeirra.
Hann getur aðeins beitt þessari
aðferð við eina persónu — sjálf-
an sig. Sálfræöingurinn verður
því að nota sitt innra líf sem
tilraunasvið og meta sálarlíf
annara eftir því. Við skulum
eyða nokkrum orðum til þess að
skilgreina innri meðvitund okk-
ar sjálfra. Hvers verðum við
vör?
Af öllu því, sem hugurinn
geymir, ber mest á sýnunum
eða litunum, sem við sjáum, og
Mjóðunum eða hávaðanum, sem
við heyrum. Þessar skynjanir
berast til okkar gegnum tvö
aðalskynfærin — augun og
eyrun; því að með því að loka
augunum, er hægt að þurrka út
litina, og ef troðið er í eyrun,
hverfa hljóðin. öðru hvoru berst
ilmur eða lykt gegnum nefið,
og bragð finnum við með tung-
unni eða gómunum. Með hörund-
inu finnum við þrýsting, sárs-
auka, hita og kulda -—- og er
þetta nefnt snertiskyn; skyn-
færi þess eru svo lítil, að þau
verða aðeins greind í smásjá.
Sjón, heyrn, ilman, bragð og til-
finning (snertiskyn) — þetta
eru hin fimm skilningarvit,
sem almenningur telur upp-
sprettu allrar þekkingar — hin
fimm hlið sálarlífsins.
En sálfræðingurinn hefir upf-
götvað önnur skilningarvit,
sem almenningur hefir ekki
komið auga á. Þú getur teiknað-
grís, og verið samt með lokuð