Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL
Pordbifreiðar innanborðs. Skip-
inu var sökt eftir að farmurinn
hafði verið fluttur yfir í Wólf,
og skipshöfninni, 18 manns,
hafði verið komið fyrir í aftur-
lestinni.
Wolf tók nú stefnu tii suðurs
og sigldi djúpt fyrir Góðrar-
vonarhöfða. Nálægt viku síðar,
fór skyrbjúgurinn að herja á
fangana fyrir alvöru. Margir
höfðu verið lystarlausir og
horaðir um langt skeið. Nú
fóru tennurnar að losna. Sumir
blésu upp og hold þeirra varð
gulleitt; aðrir fengn alla vega
lit útbrot á hörundið. Sumir
urðu blindir. Andlegt ástand
sjúklinganna varð hörmulegt.
Líkamarnir rotnuðu lifandi —
og að síðustu gróf oft í lungun-
um.
Nýmeti og nokkrar sítrónur
hefðu ráðið bót á þessu. En það
var ekkert til nema hinn eilífi
niðursoðni krabbi og rís, og rís
og krabbi. Til þess að halda
skipshöfninni verkfærri, hafði
Nerger látið hana fá allt það
nýmeti, sem fundizt hafði í
síðustu herteknu skipunum.
Hinn 20. des. hitti Wolf aftur
kolaskipið Igotz Mendi um 500
mílur austur af strönd Brasilíu.
Nerger taldi nauðsynlegt að
umskipa kolummi í rúmsjó. En
sjógangur var allmikill og virt-
ist ekki fara minnkandi, og á
jóladag lagði Nerger Wolf að
kolaskipinu og kærði sig koli-
óttan um allar aðstæður. Þegar
skipin snertust, ætlaði allt unr
koll að lteyra á Wolf; það var
eins og skipið hefði orðið fyrir
tundurskeyti. Ég kastaðist út
úr fleti mínu og ein af stálplöt-
unum beyglaðist. Það virtist
vera vitfirring, að ætla sér að
binda skipin saman í slíkunt
sjógangi.
Ég gægðist upp úr lestinni í
sarna bili og Wolf skall á
spænska skipinu og braut yfir-
byggingu þess og stjórnpallinn.
Allir bjuggust við því, að Nerger
myndi nú fyrirskipa að leysa
skipin, en í stao þess mælti hann
svo fyrir, að umskipun kolanna
skvldi hefjast.
Alla nóttina var kolum kast-
að um borð í Wolf og þeir, sem
að því unnu, féllu oft um koll,
þegar skipin skullu saman.
Þegar skipin voru loks leyst,
voru 500 smálestir af kolum á
þilfari Wolfs; það bætti úr
mesta skortinum, en var ekki
nægilega rnikið til þess að skipið
kæmist til Þýzkalands. Bæðí
skipin vor-u svo illa farín, að