Úrval - 01.02.1947, Side 112

Úrval - 01.02.1947, Side 112
110 TjRVAL Fagnaðaróp gullu víð frá „gestunum,“ sem voru ekki lengur gestir, þegar von Oswald iivarf upp stigann. Það er gamall, þýzkur siður — ólíkur venjum Breta — að þýzkir foringjar láta gremju sína í Ijósi með æðisgengnum hrópum og skömmum. Eirm sinni sá ég Nerger skipstjóra á Wólf, sem var venjulega frekar þögull, leika þennan leik. Einn af hásetunum, sem skipað hafði verið að moka kolum, kom til starfsins í lafafrakka, með silki- hatt á höfði og göngustaf í hendi — en þessa hluti hafði hann fengið úr herteknu skipi. Skipstjórinn, sem stóð á stjórn- pallinum, sá manninn við kola- moksturinn í þessu búningi, og orðbragð hans var afskaplegt. Þessar æðisgengnu skammir stóðu yfir í margar mínútur, og það var skoplegt að horfa á veslings hásetann, sem reyndi að standa keikur á kolahrúg- unni og bera sig virðulega undir ræðunni. Ekki var það síður einkennilegt, hve skyndilega skipsstjórinn hætti skömmun- um. Hann hélt rólegur áfram göngu sinni um þilfarið eins og ekkert hefði ískorizt. Seint í júnímánuði sigldum við með hálfri ferð á Tasman- hafi, út af norðurodda Nýja Sjálands. Orðrómur komst á kreik um það, að við ættum að leggja tundurdufl á þessu svæði. f heilan dag var okkur íóngunum haldið niðri í lest- inni, við fengum jafnvel ekki að fara á salernin uppi á þilfari. Áhöfnin var að búa sig undir verk næturinnar. Við heyrðum sjóliðana vera að koma íyrir rennum á þilfarinu, svo að tund- urduflin gætu runnið aftur af skutnum. Gegnum göt á skilrúminu í lestinni gátum við séð hvað mörg dufl voru eftir — um 200. Þau lágu í löngmn röðum og voru fest á stálundirstöður; þau voru eins og svört egg í eggjabikurum. Það var ómögu- legt að bægja þeirri hugsun frá sér, hver örlög okkar yrðu, ef sprengikúla lenti á skipinu. All- an daginn skiftumst við á um að kíkja gegnum götin og horfa á sjóliðana, sem voru að vinna við tundurduflin. Duflin voru fest við undir- stöðurnar með löngum vír, en undirstöðurnar voi-u á hjólum og mátti aka þeim eftir rennum og ýta þeim út fyrir borðstokk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.