Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 11
SAGA FANGELSANNA
9
■elsin í Þýzkalandi, Frakklandi,
Niðurlöndum og Sviss. Eftir
heimkomuna gaf hann út bók-
ina Ríkisfangelsin í Englandi og
Wales. Nýjar umbætur tendruð-
ust af uppljsótrunum hans, og
meðal annars var samþykkt í
þinginu frumvarp um að setja
á stofn fangelsi, þar sem fang-
arnir voru hýstir í klefum og
þeim fengin verk að vinna.
Eitt alræmdasta fangelsið á
fyrri hluta 19. aldar var New-
gate-fangelsið í London. Það
var auknefnt ,,ofanjarðar-hel-
vítið“. Kona ein, Elizabeth Fry
að nafni, gerbreytti öllum að-
búnaði þar, af furðulegu hug-
rekki og þrautseigju, og varð
einn helzti frömuður fangelsis-
umbóta í Evrópu. Hún krafðist
aðgreiningar karla og kvenna,
flokkunar glæpamannanna, að
kvenverðir gættu kvenna, og að
fangarnir fengju menntun og
nytsamleg verk að vinna.
Kvekarar létu mikið til sín
taka í amerísku nýlendunum.
Árið 1682 lagði William Penn
mikilvæg umbótalög fyrir ný-
lenduþingið í Pennsylvaníu. Þar
var í fyrsta skipti í sögu refsi-
mála lagt til, að flestum glæp-
um skyldi refsað með erfiðis-
vinnu í betrunarhúsum.
Mesti frömuður refsimála í
Ameríku var samt dr. Benjamin
Rush. Hann hefur verið nefndur
faðir amerískrar sálsýkisfræði.
Hann, auk Benjamíns Frank-
líns o. fl., lagði grundvöllinn að
hinu víðfræga hegningarkerfi
Pennsylvaníu. Þar var lögð á-
herzla á, að fangarnir væru
læstir einir sér í klefa og fengju
næga vinnu. Síðan var reist mik-
il klefabygging í Fíladelfíu, hin
fyrsta þeirrar gerðar. Að vísu
fól þetta nýja fangelsi í sér
miklar umbætur, en samt hafa
klefar þess verið anzi nöturleg-
ir eftir lýsingum að dæma.
Helzta einkenni nýrra fang-
elsa upp frá þessu var innilok-
un fanga í einstaklings-klefum.
Yfirvöldin töldu, að einveran
leiddi til íhugunar og yfirbótar
og kæmi í veg fyrir að fangarn-
ir spilltu hverir öðrum. Bráð-
lega varð Pennsylvaníu-kerfið
heimsþekkt. En það átti sér
keppinaut — svonefnt Aubern-
kerfi, — en samkvæmt því voru
fangarnir innilokaðir á næturn-
ar en þeim leyfðar samvistir
í vinnusölum á daginn. Núna
er Aubern-kerfið algengast í
Ameríku, en Pennsylvaníu-kerf-
ið í Evrópu.
Fangelsin hafa auðvitað
breyzt mikið frá því sem þau
voru á þessum tímum. Það er
betur með fangana farið, þeir
vinna margvíslegri og nytsam-
legri störf, fá að stunda fim-
leika og njóta ýmiss konar
skemmtana. En bættur aðbún-
aður fanga, er aðeins einn þátt-
ur hinna miklu breytinga, sem
allur skilningur á glæpum og
refsingu hefur smám saman
tekið fyrir tilstuðlan glæpasér-
fræðinga nútímans.
E. H. þýddi.