Úrval - 01.12.1954, Síða 83
Kunnur enskur eSlisfræðingur ræðir mn merkilegar
niðurstöður af mælingxun á segulsviði
berglaga og spurningnna:
Eru meginlönd jarðarinnar á flakki?
Grein úr „The Listener“,
eftir P. M. S. Blackett.
SlÐAN á dögum Williams Gil-
bert, líflæknis Elísabetar
I. Englandsdrottningar, hafa
menn vitað, að jörðin hagar sér
eins og mikill segull sé í miðju
hennar. Það er aflið frá þess-
um segli, sem hefur þau áhrif
á kompásnálina, að hún vísar
alltaf í norður, þannig að sjó-
menn geta notað hana sem leið-
arvísi. Raunar vísar nálin ekki
beint í norður, og er skekkjan
kölluð misvísun (deklination).
Þessi misvísun er ekki alls stað-
ar hin sama á jörðinni, en
hvergi, nema í nánd við heim-
skautin, er hún meira en 20°
til austurs eða vesturs.
Misvísunin er ekki alltaf sú
sama á hverjum stað, hún
breytist hægt með árunurn. Á
dögum Elísabetar drottningar
vísaði kompásnálin 6° misvís-
andi austur, um 1800 24° mis-
vísandi vestur, og nú vísar hún
11° misvísandi vestur. Á und-
anförnum 400 árum hefur með-
alstefnan verið næstum beint í
norður. Raunar bendir kompás-
nál í fullu jafnvægi ekki aðeins í
norðurátt, heldur vísar oddur
hennar niður á við á norðurhveli
jarðar og upp á við á suður-
hvelinu. Þessi halli er heldur
ekki hinn sami alls staðar og
breytist einnig með tímanum.
En meðalhallinn er sá sami og
reikna má með að sé fyrir áhrif
seguls í miðju jarðar.
Þetta segulafl í jörðinni hefur
ekki aðeins hagnýta þýðingu
fyrir sjómenn, flugmenn og-aðra
ferðalanga, heldur hefur það
einnig mikið vísindalegt gildi.
Þrátt fyrir miklar og ítarlegar
rannsóknir hefur enn ekki feng-
izt fullnægjandi skýring á því
hversvegna jörðin er segul-
mögnuð. Sennilegasta skýringin
er sú, að í hinum fljótandi
kjarna jarðarinnar sé einskon-
ar voldugur rafall, sem knúinn
sé af snúningi jarðarinnar og
af hita, sem myndast í geisla-
virkum efnum í kjarnanum. Það
sem einkum torveldar mönnum
að finna skýringu á segulmagni
jarðarinnar er, að þekking
manna á misvísun og halla
kompásnálarinnar nær aðeins