Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 59

Úrval - 01.12.1954, Blaðsíða 59
ÖRVAREITRIÐ KÚRARE vöðvalömun af því tagi sem nefnist krampalömun. Maður þessi hét Richard C. Gill. Meiðslið kostaði hann marga mánaða legu. Dag einn sagði læknirinn hans við hann: „Þér komuð frá þeim slóðum þar sem Indíánar búa til kúrare. Ef þér gætuð útvegað eitthvað af þessu eitri, mætti kannski með hjálp þess losa um kramp- ann í vöðvum yðar.“ Gill gleymdi ekki þessum orðum læknisins. Á ferðum sínum í frumskógum Suður-Ameríku hafði hann oft fengið tækifæri til að sjá áhrif örvareitursins þegar hann var á veiðum með vinum sínum Indíánunum. Árið 1937 var hann orðinn það frísk- ur, að hann gat farið aftur til Suður-Ameríku, en varð þó að nota styttur til stuðnings við bakið. Hann fór í nýjan leið- angur inn í frumskógana til þess að ná í svo mikið af kúr- are, að hægt væri að vinna úr því verulegt magn af því efni, sem King hafði tekizt að ein- angra. Leiðangur Gills var frábrugð- inn öllum öðrum leiðangrum til söfnunar kúrare að því leyti, að Gill bjó hjá Indíánunum, tók þátt í daglegu lífi þeirra og lærði að búa til eitrið sjálfur. Og ekki aðeins það: hann hafði með sér jurtapressu og flóru og greindi plönturnar, sem notað- ar eru í eitrið. Auk þess gerði hann athuganir á áhrifum hinna einstöku jurtaefna á fugla í frumskógunum. Þessar athug- anir gerðu honum kleift að búa til með hjálp Indíánanna mik- ið af sterku kúrare úr þeirri jurt, sem sterkust hafði áhrif- in, en hún heitir Chondodendron tomentosum. Þegar Gill kom úr leiðangrinum í árslok 1938 hafði hann með sér 20 kg af kúrare. Lyfjaverksmiðja tók að sér að vinna úr þessu hið virka efnasamband með þeirri aðferð, sem King hafði notað, og tókst það. Eftir ítarlegar tilraunir á dýrum var verksmiðjan reiðu- búin að fá læknum í hendur lyfið, en hver þorði að prófa það á mönnum? Jú, við háskólann í Omaha í Nebraska starfaði taugalæknir, dr. Bennett að nafni, sem bauð sig fram. Hann reyndi lyfið árið 1939 við vöðvakrampa í barni, og það hafði nokkur áhrif. Einnig not- aði hann það í sambandi við lost, sem hann gaf geðsjúkl- ingum. Lost veldur áköfum vöðvasamdrætti og getur sjúkl- ingurinn þá skaðað sig t. d. geta hryggjaliðir skaddast. Dr. Bennett gaf nú lostsjúklingum sínum kúrare til að koma í veg fyrir vöðvasamdrætti. Árangur- inn var góður, hættan á bein- brotum var úr sögunni. Ýmsir fleiri taugalæknar tóku upp þessar varnarráðstafanir með jafngóðum árangri. Ef þess var aðeins gætt, að önd- unarvöðvarnir lömuðust ekki, eða í versta falli gerðar á þeinL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.