Úrval - 01.12.1954, Side 76
74
ÚRVAL
andúð á prédikun. En hann er
ekki á verði gegn skáldsögu.
Hann velur hana sjálfur og vill
í rauninni falla fyrir henni.
Hann svelgir hana í sig. Hann
spyr kannski bókavörðinn: „Er
þessi fyrir mig?“ rétt eins og
hann spyrði lækni: „Er þetta
nógu sterkt fyrir mig?“ Og
bókavörðurinn svarar: „Nei,
hún er helzt til bragðdauf fyrir
þig,“ eða „Já, ég held þér geðj-
ist að henni,“ eftir eigin skoðun
um lundarfar lesandans, aldur
hans o. s. frv.
Bókaverðir eru iðulega spurð-
ir: „Hvað á ég að lesa?“ og af-
leiðing svarsins er oft furðu-
leg, jafnvel í augum þeirra
sjálfra. Að uppgötva lestrar-
ánægjuna getur breytt lífi
manna. Því að lestur er ein
bezta, ódýrasta og varanlegasta
skemmtunina, og hann krefst
engra meðleikenda. Mesta ein-
semdarfólk getur fundið félags-
skap í bók; guðsvolaðasta sál
jarðarinnar getur fundið þar
einhvern frið. Og enginn veit
víðfeðmi hugarflugs hennar. Ég
var í skóla með garpi miklum,
jafnaldra mínum. Hans yndi var
hjór, stúlkur og fótbolti. Þetta
var raunar eðlisgóðuf náungi,
en opinn fyrir illum áhrifum,
fæddur kumpán kúalubba. En
í f jórða bekk hitti hann mikinn
kennara, sem tilbað Shake-
speare — og í leikritum Shake-
speares kynntist þessi ungi
garpur miklum fjölda garpa,
sem voru ámóta ruddar og hann
sjálfur, en miklu skemmtilegri.
Og hann skildi Shakespeare ekki
við sig allt til æviloka. Hann
varð aldrei efstur í sínum bekk;
hann var of þunnur til þess, eða
of latur. Hann gat sér aldrei
mikillar frægðar; hann komst
ekki einu sinni í stjórnina, enda
þótt hann hefði næstum því ver-
ið rekinn úr skóla. Hann lézt
innan við fertugt úr lifrarsýki.
En hann lifði nytsömu lífi:
Þegar hann eltist, varð hann
sjálfstæður, og það sem meira
er um vert, skemmtilegur mað-
ur. Ekki varð annað sagt
en líf hans hefði vel-lukkast.
En á sautjánda árinu benti allt
til þess, að hann færi í hund-
ana, ef ekki í tugthús.
Helftin af ódáðum unglings-
áranna, — það er að segja flest-
ir glæpir, — byrja út af leið-
indum. Drengir og stúlkur frá
tólf til átján ára aldurs búa yfir
óskaplegum krafti, en hafa of
lítið við hann að gera; þau búa
einnig yfir mjög frjósömu og
auðugu ímyndunarafli, sem fær
næstum enga útrás. Ef þau sýna
hugmyndaflug í klæðaburði, til
dæmis, líkt og glingurskepnurn-
ar, eru þau óðara stimpluð sem
uppreisnarseggir og svara því
ofur eðlilega með uppreisn. Ef
þau sýna einhvern áhuga á bók-
um, má mikið vera, að bækurn-
ar séu ekki taldar ósiðlegar og
á eld kastað. Og þá er ekkert
líklegra en þau hætti að lesa
með öllu og venjist á slæping.
Það er mikill ábyrgðarhluti